fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Bresk herskip héldu nýlega í fimm ára úthald

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 19. september 2021 11:00

HMS Tamar. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega létu bresku herskipin HMS Spey og HMS Tamar úr höfn í Portsmouth á Englandi. Þau snúa ekki aftur til heimahafnar fyrr en árið 2026 en þangað til verða þau við störf í Kyrrahafi og Indlandshafi.

Skipin eiga að vera „augu og eyru“ Breta allt frá vesturströnd Afríku til vesturstrandar Bandaríkjanna að því er segir í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneytinu. CNN skýrir frá þessu.

Skipin munu verða við eftirlitsstörf í Kyrrahafi og Indlandshafi og munu fara allt norður í Beringshaf og allt suður að Nýja-Sjálandi og Tasmaníu í Ástralíu. Á miðju þessu svæði er Kína en spennan hefur farið vaxandi á milli Kína og Bandaríkjanna, sem eru helstu bandamenn Breta, síðustu misseri.

Í yfirlýsingu varnarmálaráðuneytisins segir að áhafnir skipanna muni sinna eftirliti með fíkniefnasmygli, hryðjuverkum og öðrum ólöglegum athöfnum og taka þátt í æfingum með herjum annarra ríkja.

46 eru í áhöfn hvors skips og verður skipt um áhöfn á nokkurra vikna fresti. Skipin verða ekki með fasta heimahöfn í Kyrrahafi en munu nota hafnaraðstöðu hjá bandamönnum Breta eftir því sem best þykir henta. Auk áhafnar verða allt að 52 sérsveitarmenn um borð í skipunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn