fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Danir gáfu Úkraínu 500.000 bóluefnaskammta

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. ágúst 2021 22:30

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk stjórnvöld sendu nýlega 500.000 skammta af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni til Úkraínu og er um gjöf að ræða. Bóluefni AstraZeneca er ekki hluti af bólusetningaáætlun danskra heilbrigðisyfirvalda.

„Við erum dönskum vinum okkar þakklát fyrir stuðning þeirra við að sigrast á þessari alheims áskorun,“ skrifaði Volodymyr Zelenskij, forseti Úkraínu, á Twitter.

Ole Egberg Mikkelsen, sendiherra Dana í Úkraínu, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að löndin séu nánir bandamenn, einnig í baráttunni við kórónuveirufaraldurinn. Þessir 500.000 skammtar komi á mikilvægum tíma þar sem skipti miklu máli að bólusetja eins marga og hægt er fyrir haustið.

Um tvær milljónir Úkraínumanna hafa lokið bólusetningu en um 41 milljón býr í landinu. Það svarar því til að tæplega 5% hafi lokið bólusetningu. Í Danmörku hefur rúmlega helmingur þjóðarinnar lokið bólusetningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“