fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Biden náði bólusetningarmarkmiði sínu seint og um síðir – Vandinn eykst í Suðurríkjunum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 08:00

Joe Biden hefur verið iðinn við að hvetja fólk til að láta bólusetja sig. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins náðist það markmið sem Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hafði sett um fjölda bólusettra í landinu en þó mánuði síðar en stefnt var að. Markmiðið var að 70% fullorðinna hefðu fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni þann 4. júlí. En um leið og þessi áfangi næst berast fréttir af hríðversnandi stöðu mála, hvað varðar fjölda smita, í Suðurríkjunum. Verst er staðan í Flórída þar sem fjöldi innlagna á sjúkrahús er sá mesti síðan síðasta sumar.

Um helgina voru nýskráð smit í ríkinu 21.000 á dag en það eru 12,1% fleiri en gamla metið. Síðustu mánuði hefur fjöldi nýsmita verið á bilinu 2.000 til 8.000 á dag.

Um 10.000 manns lágu á sjúkrahúsum um helgina vegna COVID-19 veikinda og er fjöldi innlagna kominn á stig sem ekki hefur sést síðan faraldurinn var í hámarki á síðasta ári að sögn Miami Herald. Talið er að það sé hið smitandi Deltaafbrigði sem herjar á ríkið.

Ungt fólk og lágtekjufólk auk íbúa í íhaldssömum ríkjum, Suðurríkjunum og Miðvesturríkjunum hefur ekki verið eins duglegt við að láta bólusetja sig og aðrir og það seinkaði því að markmið Biden næðist. Á síðustu vikum hefur þeim farið fjölgandi sem láta bólusetja sig og nemur aukningin um 70%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband

Sjónvarpsáhorfendur agndofa – Einstakur fundur föður og banamanns barna hans – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?

Samfélagið í uppnámi eftir óhugnanlega frásögn móður – Er hún að segja satt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur

Fernt lagði af stað í gönguna – Þrennt sneri aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist

Trudy var 11 ára þegar hún hvarf árið 1996 – Nú telur lögregla sig vita hvað gerðist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum

Víetnömskum veitingastað lokað eftir að hundakjöt fannst í frystinum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?