fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Ákvörðun um að lóga 154 köttum vekur mikla reiði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 28. ágúst 2021 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákvörðun taívanskra yfirvalda um að lóga 154 köttum hefur vakið mikla reiði hjá þessari miklu kattavinaþjóð. Reynt hafði verið að smygla köttunum til eyjunnar og óttuðust yfirvöld að smit gætu borist frá köttunum í innlenda ketti.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að strandgæslan hafi stöðvað för kínversks fiskibát um 40 sjómílur undan strönd Kaohsiung. Eftir að skipverjar höfðu verið skimaðir fyrir kórónuveirunni fundu skipverjar af strandgæsluskipinu 62 búr með köttunum sem voru af ýmsum tegundum. Verðmæti kattanna er áætlað sem svarar til 45 milljóna íslenskra króna. Þeim var öllum lógað tveimur dögum síðar.

Embættismenn segja að það hafi verið gert þar sem ekki var vitað hvaðan kettirnir voru og að þeir hafi ógnað lífríkinu á Taívan.

Ákvörðunin hefur farið illa í dýravini og dýraverndarsamtök á eyjunni. Gæludýraeign er mikil á eyjunni og mikill iðnaður í kringum gæludýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum