fbpx
Þriðjudagur 02.desember 2025
Pressan

Hafa fundið ummerki eftir loftsteininn sem drap risaeðlurnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. júlí 2021 22:30

Teikning af árekstri loftsteins við jörðina. Mynd/Teikning/NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 66 milljónum ára lenti risastór loftsteinn í árekstri við jörðina þar sem nú er Yucatánskaginn í Mexíkó. Þar varð hinn risastóri Chicxulubgígur til við áreksturinn. Áreksturinn var svo harkalegur að hann átti að öllum líkindum mestan þátt í að risaeðlurnar dóu út og að krítartímabilinu lauk.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar styðja þetta en samkvæmt þeim þá myndaðist svo mikil flóðbylgja við áreksturinn að hún barst langa vegu og jarðvegurinn hreyfðist vegna aflsins við áreksturinn. Vísindamenn hafa fundið ummerki um jarðvegshreyfingarnar í norðurhluta Louisiana í Bandaríkjunum í rúmlega 1.000 kílómetra fjarlægð frá gígnum. Live Science skýrir frá þessu.

Þær eru 66 milljón ára gamlar en þær fundust á stað þar sem áður var vatn. Þær eru að meðaltali 16 metrar á hæð og 600 metrar á breidd og eru þar með stærstu jarðvegshræringarnar af þessari tegund sem fundist hafa á jörðinni segja vísindamennirnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca