fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 18:00

Bandarískir félagar í Three Percenters. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn settu kanadísk yfirvöld bandarísku samtökin the Three Percenters í flokk hryðjuverkasamtaka. Sögðust yfirvöld hafa góðar ástæður til að ætla að samtökin, sem eru samtök bandarískra öfgahægrimanna sem vilja ekkert ríkisvald, séu nú starfandi í Kanada og hafi kanadískir embættismenn fylgst með starfsemi samtakanna og hafi vaxandi áhyggjur af þeim.

Bill Blair, ráðherra öryggismála, sagði á fréttamannafundi að Three Percenters hafi verið tengd við sprengjuárásir, sem beindust gegn bandarískum stjórnarbyggingum og samfélögum múslíma. Þau hafi einnig haft í hyggju að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra í Michigan, og sprengja sprengjur í tengslum við mannránið.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan fjórir meðlimir samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrir samsæri og fyrir þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn.

Ekki er langt síðan kanadísk yfirvöld lýstu Proud Boys samtökin hryðjuverkasamtök en það eru einnig samtök öfgahægrimanna sem lýsa sér sjálfum sem „Vestrænum karlrembum“. Samtökin eru þekkt fyrir tengsl félagsmanna við ofbeldisverk. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki lýst Proud Boys eða Three Percenters sem hryðjuverkasamtök.

The Three Percenters samtökin voru stofnuð 2008. Nafnið er rakið til staðlausra fullyrðinga um að aðeins 3% landnema hafi barist gegn Bretum þegar Bandaríkjamenn börðust fyrir sjálfstæði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum