fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Pressan

Kanadísk yfirvöld segja the Three Percenters vera hryðjuverkasamtök

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. júlí 2021 18:00

Bandarískir félagar í Three Percenters. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á föstudaginn settu kanadísk yfirvöld bandarísku samtökin the Three Percenters í flokk hryðjuverkasamtaka. Sögðust yfirvöld hafa góðar ástæður til að ætla að samtökin, sem eru samtök bandarískra öfgahægrimanna sem vilja ekkert ríkisvald, séu nú starfandi í Kanada og hafi kanadískir embættismenn fylgst með starfsemi samtakanna og hafi vaxandi áhyggjur af þeim.

Bill Blair, ráðherra öryggismála, sagði á fréttamannafundi að Three Percenters hafi verið tengd við sprengjuárásir, sem beindust gegn bandarískum stjórnarbyggingum og samfélögum múslíma. Þau hafi einnig haft í hyggju að ræna Gretchen Whitmer, ríkisstjóra í Michigan, og sprengja sprengjur í tengslum við mannránið.

Aðeins eru nokkrar vikur síðan fjórir meðlimir samtakanna voru handteknir og ákærðir fyrir samsæri og fyrir þátttöku í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn.

Ekki er langt síðan kanadísk yfirvöld lýstu Proud Boys samtökin hryðjuverkasamtök en það eru einnig samtök öfgahægrimanna sem lýsa sér sjálfum sem „Vestrænum karlrembum“. Samtökin eru þekkt fyrir tengsl félagsmanna við ofbeldisverk. Bandarísk stjórnvöld hafa ekki lýst Proud Boys eða Three Percenters sem hryðjuverkasamtök.

The Three Percenters samtökin voru stofnuð 2008. Nafnið er rakið til staðlausra fullyrðinga um að aðeins 3% landnema hafi barist gegn Bretum þegar Bandaríkjamenn börðust fyrir sjálfstæði sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku

„Kennari ársins“ sendi 64 ástarbréf til 11 ára stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“

Fjaðrafok í netheimum því kona lauk doktorsnámi í stað þess að unga út börnum – „Njóttu kattanna þinna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“