fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Pressan

Sérfræðingar segja að kórónuveiran hafi verið búin til á rannsóknarstofu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 06:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kórónuveiran, sem veldur COVID-19, var að öllum líkindum búin til af ásettu ráði í rannsóknarstofu. Þetta segja tveir bandarískir sérfræðingar og vísa þar í erfðafræðilega uppbyggingu veirunnar.

Vísindamennirnir tveir, þeir Stephen Quay og Richard Muller, segja í grein í The Wall Street Journal að líklega hafi veiran ekki verið búin til fyrir slysni, um meðvitaðan verknað hafi verið að ræða. Þeir segja að kortlagning af erfðafræðilegri uppbyggingu veirunnar, byggð á rannsóknum á veirum úr COVID-19 sjúklingum, sýni að lang líklegast sé að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu.

Mikil umræða hefur verið um uppruna veirunnar að undanförnu, sérstaklega eftir að Joe Biden, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði leyniþjónustustofnunum að gera enn ítarlegri rannsókn á uppruna veirunnar en því hefur verið haldið fram að hún hafi sloppið út frá rannsóknarstofu í Wuhan í Kína, hugsanlega fyrir slysni. „Mest sannfærandi rökin fyrir þeirri kenningu að veiran hafi sloppið út frá rannsóknarstofu hafa sterkan vísindalegan stuðning,“ skrifa Quay og Muller.

Hluti af erfðafræðilegri uppbyggingu veirunnar er erfðamengisuppröðunin CGG-CGG sem er ein 36 slíkra. Þessi uppbygging er mikið notuð við rannsóknir  þegar vísindamenn rannsaka hvernig veira getur orðið enn meira smitandi með því að breyta genum hennar. Að auki er þessi erfðamengisuppröðun mjög sjaldgæf.

Quay og Muller segja að engin náttúruleg kórónuveira hafi nokkru sinni haft þessa uppröðun. „Erfðamengisuppröðunin CGG-CGG hefur aldrei fundist í náttúrulegri veiru. Það þýðir að sú aðferð sem veira notar til að þróa nýja hæfileika, svokölluð endurröðun, virkar ekki í náttúrunni. Veira getur einfaldlega ekki tekið við erfðamengisuppröðun frá annarri veiru ef sú uppröðun er ekki til í neinni veiru,“ segja þeir.

Þeir segja að rannsóknarstofan í Wuhan sé þekkt fyrir að þar hafi verið unnið að rannsóknum þar sem CGG-CGG uppröðunin er notuð í veirum. Þeir segja jafnframt að þeir sem telja að veiran hafi borist úr dýrum í menn verði að útskýra af hverju veiran sé með erfðamengisuppröðun sem vísindamenn nota. „Já, það gæti hafa gerst fyrir tilviljun með stökkbreytingum. En trúir þú því?“ segja þeir og eiga þar við að uppröðunin gæti hafa orðið til fyrir tilviljun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda