fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Pressan

Þjóðverjar banna fána Hamas

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. júní 2021 19:33

Fáni Hamas. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin hyggst banna alla notkun fána Hamas-samtakanna en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu. Hugmyndin kom upp í kjölfar nokkurra árása á gyðinga í maí.

Die Welt skýrir frá þessu. Fram kemur að hugmyndin hafi kviknað eftir óeirðir í Berlín, Hamborg og fleiri borgum í maí sem beindust gegn gyðingum. Þá var ráðist á bænahús gyðinga, fáni Ísraels var brenndur og ókvæðisorð voru látin falla um gyðinga. „Við viljum ekki að fáni hryðjuverkasamtaka blakti í Þýskalandi,“ er haft eftir Thorstein Frei þingmanni Kristilegra demókrata, CDU.

Ríkisstjórnin hefur einnig bannað notkun fána Hizbollah sem eru einnig skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu. Einnig er bannað að sýna opinberan stuðning við samtökin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna