fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Hungursneyð og fleiri hörmungar vofa yfir í Eþíópíu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 13:00

Flóttamenn frá Tigray. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átökin í Tigray í Eþíópíu geta orðið langvarandi og þær mannlegu þjáningar sem þau valda geta enn aukist og er ástandið þó nógu slæmt nú þegar. Í nýrri skýrslu frá IPC-kerfi Sameinuðu þjóðanna, sem SÞ nota til að kortleggja ótryggt matvælaöryggi, kemur fram að rúmlega 350.000 íbúar í héraðinu glími við hungursneyð og að á næstu mánuðum megi reikna með að margar milljónir til viðbótar lendi í sömu stöðu.

60% íbúa í Tigray og nágrannahéruðunum Amhara og Afar glíma nú þegar við matvælaskort en þetta eru um 5,5 milljónir manna.  Mark Lowcodk, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, segir að nú sé hungursneyð ríkjandi í Tigray. Hann sagði að fjöldi þeirra sem glíma við hungursneyð sé sá mesti síðan 250.000 Sómalar létust úr hungri 2011. „Ástandið á eftir að versna mjög mikið,“ sagði hann.

Á grundvelli skýrslunnar hefur fjöldi stofnana SÞ lýst yfir áhyggjum á hættunni á hungursneyð ef átökin harðna enn frekar og starfs hjálparsamtak verður gert erfiðara en það er nú þegar.

Átökin í héraðinu eru á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna en þau hörðnuðu til muna í nóvember á síðasta ári þegar stjórnarherinn var sendur inn í norðurhluta Tigray til að berjast við uppreisnarmenn sem krefjast sjálfstæðis Tigray.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914