fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Hungursneyð og fleiri hörmungar vofa yfir í Eþíópíu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. júní 2021 13:00

Flóttamenn frá Tigray. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átökin í Tigray í Eþíópíu geta orðið langvarandi og þær mannlegu þjáningar sem þau valda geta enn aukist og er ástandið þó nógu slæmt nú þegar. Í nýrri skýrslu frá IPC-kerfi Sameinuðu þjóðanna, sem SÞ nota til að kortleggja ótryggt matvælaöryggi, kemur fram að rúmlega 350.000 íbúar í héraðinu glími við hungursneyð og að á næstu mánuðum megi reikna með að margar milljónir til viðbótar lendi í sömu stöðu.

60% íbúa í Tigray og nágrannahéruðunum Amhara og Afar glíma nú þegar við matvælaskort en þetta eru um 5,5 milljónir manna.  Mark Lowcodk, yfirmaður neyðarhjálpar SÞ, segir að nú sé hungursneyð ríkjandi í Tigray. Hann sagði að fjöldi þeirra sem glíma við hungursneyð sé sá mesti síðan 250.000 Sómalar létust úr hungri 2011. „Ástandið á eftir að versna mjög mikið,“ sagði hann.

Á grundvelli skýrslunnar hefur fjöldi stofnana SÞ lýst yfir áhyggjum á hættunni á hungursneyð ef átökin harðna enn frekar og starfs hjálparsamtak verður gert erfiðara en það er nú þegar.

Átökin í héraðinu eru á milli stjórnarhersins og uppreisnarmanna en þau hörðnuðu til muna í nóvember á síðasta ári þegar stjórnarherinn var sendur inn í norðurhluta Tigray til að berjast við uppreisnarmenn sem krefjast sjálfstæðis Tigray.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

10 hlutir sem best er að henda strax í janúar samkvæmt sérfræðingum

10 hlutir sem best er að henda strax í janúar samkvæmt sérfræðingum
Pressan
Í gær

Illa farið með þekktan tónlistarmann – Gervigreindin sagði að hann væri kynferðisbrotamaður

Illa farið með þekktan tónlistarmann – Gervigreindin sagði að hann væri kynferðisbrotamaður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft áttu að skipta um viskastykki og borðtusku

Svona oft áttu að skipta um viskastykki og borðtusku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu