fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Kókaínkóngurinn handtekinn eftir 22 ár á flótta

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 07:03

Rocco Morabito. Mynd:Brasilíska innanríkisráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska innanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að lögreglan hefði handtekið Rocco Morabito, betur þekktur sem „Kókaínkóngurinn frá Mílanó“, en hann hafði verið á flótta undan lögreglunni í 22 ár. Hann er félagi í Ndrangheta mafíunni sem er með höfuðvígi sitt á suðurhluta Ítalíu.

Ndrangheta er ein stærsta mafían á Ítalíu og einn stærsti innflytjandi kókaíns til Evrópu frá Suður-Ameríku. Morabito hafði verið eftirlýstur af ítölsku lögreglunni í 22 ár en hann er nú 54 ára. Hann var dæmdur í rúmlega 30 ára fangelsi af ítölskum dómstólum fyrir fíkniefnasmygl og önnur afbrot. Hann var þó ekki viðstaddur réttarhöldin því hann var á flótta.

Hann var handtekinn í Úrúgvæ 2017 en tókst að flýja úr fangelsi tveimur árum síðar ásamt þremur samföngum sínum.

En á mánudaginn handtók brasilíska lögreglan hann og tvo aðra útlendinga á hóteli í Joao Pessoa sem er í norðausturhluta landsins. Um samvinnuverkefni ítölsku og brasilísku lögreglunnar var að ræða og tóku ítalskir lögreglumenn þátt í aðgerðinni á mánudaginn. Annar hinna tveggja, sem voru einnig handteknir, er einnig eftirlýstur af ítölsku lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Í gær

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi