fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Allt að 75% dánartíðni á argentínskum gjörgæsludeildum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. maí 2021 21:00

Sjúklingi sinnt á gjörgæsludeild sjúkrahúss. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í byrjun mars greindust um 5.000 kórónuveirusmit daglega í Argentínu en síðan hefur faraldurinn þróast mjög svo á verri veg. Nú greinast um 35.000 smit á dag. Sóttvarnaaðgerðir eru ekki mjög harðar og fáir hafa verið bólusettir gegn COVID-19. Staðan er nú svo slæm að um 75% þeirra COVID-19 sjúklinga sem eru lagðir inn á gjörgæsludeildir sumra sjúkrahúsa látast.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu indverska og breska afbrigði veirunnar sem séu algengust í landinu. Segja má að önnur bylgja faraldursins hafi komið Argentínubúum að óvörum en þeir hafa búið við vægar sóttvarnaaðgerðir og fáir hafa verið bólusettir. Þetta hefur valdið miklu álagi á gjörgæsludeildir og sjúkrahús almennt. Í byrjun mars létust um 110 manns af völdum COVID-19 daglega, síðasta fimmtudag létust 744.

Argentína er nú í þriðja sæti á heimsvísu hvað varðar fjölda daglegra smita, aðeins Indland og Brasilía eru ofar á þeim lista. Hvað varðar dagleg andlát af völdum COVID-19 er Argentína nú í fjórða sæti, Indland, Brasilía og Bandaríkin eru ofar.

Ef miðað er við höfðatölu þá trónir Argentína á toppi listans yfir flesta látna á hverja milljón íbúa á degi hverjum en á þriðjudag í síðustu viku létust 16,46 af hverri milljón Argentínubúa. Í Brasilíu var hlutfallið 11,82 á hverja milljón.

Álagið á gjörgæsludeildir sjúkrahúsa er gríðarlegt og rúmlega 90% gjörgæslurýma eru nú í notkun á mörgum sjúkrahúsum. COVID-19 sjúklingar liggja víða á hjartadeildum og jafnvel göngum sjúkrahúsa því ekki er hægt að finna laus rúm annars staðar. Í sumum héruðum landsins er dánarhlutfall COVID-19 sjúklinga á gjörgæsludeildum 75%. Margar gjörgæsludeildir eru undirmannaðar, skortir tæki og annan búnað sem og lyf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra