fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Sat saklaus í fangelsi í 44 ár – Krefst mun hærri skaðabóta en honum standa til boða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 06:59

Ronnie Long gengur út úr fangelsinu. Skjáskot7YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 44 ár sat Ronnie Long saklaus í fangelsi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum fyrir glæp sem hann framdi ekki. Ronnie, sem er svartur, var fundinn sekur um að hafa nauðgað hvítri konu árið 1976. Kviðdómur, sem aðeins hvítt fólk sat í, komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði nauðgað konunni og gerst sekur um innbrot og var hann dæmdur í ævilangt fangelsi. Nú berst Ronnie fyrir að fá hærri bætur en hann hefur fengið vegna þessa og segir að 44 ár af lífi hans séu meira virði en 750.000 dollarar.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að Ronnie hafi alltaf haldið fram sakleysi sínu en það hafi ekki verið fyrr en í desember á síðasta ári sem hann var látinn laus úr fangelsi eftir að dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði ranglega verið sakfelldur.

Samkvæmt lögum Norður-Karólínu fær Ronnie greidda 50.000 dollara fyrir hvert ár sem hann sat í fangelsi en það er einnig þak á upphæðinni og getur hún ekki farið yfir 750.000 dollara. Í tilfelli Ronnie fær hann því aðeins greit fyrir 15 fyrstu árin í fangelsi.

„Við erum þakklát fyrir að Long hefur fengið 750.000 dollara í bætur en upphæðin er ekki í neinu samræmi við að hann var sviptur 44 árum af frelsi sínu,“ sagði Jamie Lau, lögmaður Ronnie, í samtali við CNN. „Hann var læstur inni þegar foreldrar hans létust, þegar sonur hans átti afmæli og útskrifaðist. Hann missti af öllu í þessi 44 ár og hann á svo sannarlega meira skilið en hann fékk,“ sagði hann einnig.

Lau sagðist vonast til að geta knúið fram aðra niðurstöðu svo Ronnie fái sanngjarnar bætur frá ríkinu sem hafi af ásettu ráði læst hann inni í fangelsi.

Long sagði að hann hafi verið að aðlaga sig að lífinu utan fangelsis síðan hann var látinn laus í desember og njóti aðstoðar góðs fólks við það. Hann er nýbúinn að kaupa sér bíl og er það fyrsti bíllinn hans í 50 ár. Hann og eiginkona hans eru einnig að undirbúa kaup á húsi. „Nú lifi ég. Ég er aftur meðal lifandi fólks,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans

Pulp Fiction-stjarnan fannst liggjandi í eigin blóði á föstudaginn – Dularfull skilaboð fundust við hlið hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi

Settu líkið í kæli og héldu túrnum áfram – fjölskylda í áfalli eftir dauða á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 1 viku

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“