fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Pressan

Lyfjafyrirtæki fundið sekt um svik og dauðsföll af völdum megrunarpillu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. apríl 2021 19:30

Mediator. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn kvað dómstóll í París upp þann dóm að franska lyfjafyrirtækið Servier hefði gerst sekt um alvarlegt svindl og manndráp af gáleysi. Ástæðan er að megrunarlyf frá fyrirtækinu hefur verið tengt við mörg hundruð dauðsföll.

Lyfið sem um ræðir heitir Mediator og var þróað til að berjast gegn ofþyngd sykursýkisjúklinga.

Dómurinn kvað upp úr um að fyrirtækið beri ábyrgð á mörg hundruð dauðsföllum.

Lyfið var í sölu í 33 ár og um 5 milljónir manna notuðu það áður en það var tekið af markaði 2009 af ótta við að það gæti haft alvarleg hjartavandamál í för með sér. Tíu ár liðu frá því að áhyggjur af þessu voru fyrst viðraðar þar til lyfið var tekið af markaði.

Fyrirtækið hafði samið um að greiða bætur upp á 200 milljónir evra til notenda lyfsins áður en dómur var kveðinn upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið

Sauð upp úr þegar Trump hélt ræðu á ísraelska þinginu í morgun – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID

Trump lét bólusetja sig aftur gegn COVID
Pressan
Fyrir 3 dögum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum

Náðu mynd af glósum ráðherrans sem sýndi hvernig hún ætlaði að koma sér undan erfiðum spurningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn

38 ára faðir hélt að bakverkurinn þýddi bara að hann væri að eldast – Átta vikum seinna var hann dáinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag