fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Sænsk amma faldi sprengiefnið í brjóstahaldaranum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 20:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júlí á síðasta ári gerði sænska lögreglan húsleit í íbúð í Alby. Þar fundust þrjú skotvopn og eitt kíló af sprengiefni. Kona á sjötugsaldri reyndi að fela sprengiefnið fyrir lögreglunni með því að setja það í brjóstahaldarann sinn en það komst upp um hana.

Lögreglan gerði húsleitina eftir að hún fann kókaín sem var talið vera í eigu 18 ára manns sem bjó í íbúðinni. Við leit í íbúðinni fundust tvær sjálfvirkar skammbyssur og sjálfvirk vélbyssa með hljóðdeyfi. Að auki fundust skotvopn.

Aftonbladet skýrir frá þessu. Fram kemur að við húsleitina hafi amma unga mannsins verið ansi óróleg og vildi fá að fara á klósettið. Lögreglumenn leituðu fyrst á henni og fundu þá sprengiefnið í brjóstahaldara hennar og vasa. Að auki var hún með smávegis af kannabis á sér.

Amman var handtekin sem og ungi maðurinn, móðir hans og föðursystir hans.

Í síðustu viku var móðir hans dæmdi í 16 mánaða fangelsi fyrir að hafa hvatt til afbrota og aðstoðað við þau. Amman fékk 18 mánaða dóm fyrir að hafa falið sprengiefnið. Enn á eftir að kveða upp dóm yfir unga manninum og öðrum manni sem er einnig ákærður í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina