fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Pressan

Byrja að bólusetja fólk gegn ebólu í Gíneu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. febrúar 2021 05:17

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti fimm hafa látist af völdum ebólu í Gíneu að undanförnu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2016 sem ebóla brýst út í landinu. Í gær byrjuðu yfirvöld að bólusetja fólk gegn þessari banvænu veiru.

Bólusetningar áttu að hefjast á mánudaginn en töfðust þar sem flugvél, sem flutti bóluefnin frá Sviss, gat ekki lent í höfuðborginni Conakry vegna sandstorms. Það tókst að lenda á mánudaginn og strax var hafist handa við að dreifa bóluefnum. Stór hluti þeirra fer beint til Nzérékoré í suðausturhluta landsins en þar hafa fimm látist af völdum veirunnar að undanförnu.

Fyrsta fórnarlambið var 51 árs hjúkrunarfræðingur sem lést í janúar. Síðan létust tveir bræður hennar eftir að hafa verið viðstaddir útför hennar. Ekki liggja fyrir nánari upplýsinga um hin tvö sem létust. Að minnsta kosti fjórir eru smitaðir. Yfirvöld lýstu því formlega yfir um síðustu helgi að um faraldur væri að ræða.

Í síðasta faraldri, 2016, létust 11.300 manns í Gíneu, Líberíu og Sierra Leone.

Nú hefur veiran einnig borist til Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó en yfirvöld þar sögðu á sunnudaginn að minnst fjórir hafi látist af hennar völdum.

Ebóla veldur yfirleitt háum hita og getur í versta falli valdið blæðingum sem ekki er hægt að stöðva og verða fólki oft að bana. Veiran smitast þegar fólk kemst í snertingu við líkamsvökva smitaðs einstaklings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann

Ekkert fyrirtæki eyðir meira en Meta í öryggisgæslu fyrir forstjórann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“

Ekkja lét innramma húðflúr af eiginmanninum til að minnast hans – „Gerir svo miklu meira en mynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis

Svona oft á að viðra hundinn að sögn dýralæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann

Neikvæðar hugsanir eru slæmar fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi