fbpx
Miðvikudagur 10.desember 2025
Pressan

Nýtt finnskt kórónuveiruafbrigði veldur heilabrotum – Kemur hugsanlega ekki fram við sýnatöku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. febrúar 2021 05:13

Kórónuveirusýni tekið. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt kórónuveiruafbrigði, sem hefur fengið heitið FIN796H, hefur fundist í Finnlandi. Það veldur ákveðnum höfuðverk því svo virðist sem það greinist ekki með að minnsta kosti einni af þeim pcr-rannsóknaraðferðum sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO mælir með.

YLE skýrir frá þessu. Fram kemur að afbrigðið sé með nokkrar af þeim stökkbreytingum sem hafa uppgötvast í hinum svokölluðu bresku og suður-afrísku afbrigðum en finnska afbrigðið virðist ekki tilheyra „ætt“ þeirra afbrigða sem hafa verið uppgötvuð fram að þessu.

Það er sérstaklega eitt sem aðgreinir finnska afbrigðið frá öðrum afbrigðum en það er að það finnst ekki með að minnsta kosti einni af þeim pcr-rannsóknaraðferðum sem WHO mælir með að sé notuð. Afbrigðið hefur stökkbreytt sér á því svæði sem pcr-prófið leitar að veiru. „Stökkbreytingar af þessu tagi gera að verkum að erfitt er að finna þær með að minnsta kosti einni af þeim pcr-rannsóknaraðferðum sem WHO mælir með. Þessi uppgötvun getur haft mikil áhrif á útbreiðslu veirunnar,“ hefur Evening Standard eftir Vita Laboratories sem uppgötvaði afbrigðið.

Afbrigðið uppgötvaðist í sjúklingi í síðustu viku og því liggja ekki enn fyrir nákvæmar upplýsingar um hversu smitandi það er og hvort það sé ónæmt fyrir bóluefnum. Finnskir sérfræðingar hvetja fólk til að taka þessum fréttum með ró. Enn liggi ekki nægar upplýsingar fyrir til að ástæða sé til að hafa áhyggjur. Að minnsta kosti ekki enn sagði Ilkka Julkunen, prófessor í veirufræði við Turku háskólann: „Ég myndi ekki hafa miklar áhyggjur enn sem komið er því við höfum ekki upplýsingar um hversu auðveldlega þetta afbrigði smitast eða hvort það hafi áhrif á ónæmisverndina sem smit eða bóluefni veita,“ sagði hann í samtali við YLE.

Rúmlega 52.000 Finnar hafa greinst með kórónuveiruna og rúmlega 700 hafa látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“

Laundóttir Pútíns stöðvuð í París: „Fyrir þremur vikum drap faðir þinn bróður minn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun

Hjónin lifðu í miklum lúxus í Dúbaí: Myrt á hrottalegan hátt eftir misheppnaða fjárkúgun
Pressan
Fyrir 6 dögum

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn

Leikstjóri fékk milljarða frá Netflix til að gera þætti – Er nú sakaður um að hafa farið á stórbrotið eyðslufyllerí í staðinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni

Kjörinn fulltrúi Repúblikana sökuð um að hafa rænt unglingsdóttur kollega eftir að hann neitaði að sofa hjá henni