fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Ólympíumeistari handtekinn – Grunaður um að stýra stórum fíkniefnahring

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. febrúar 2021 22:00

Scott Miller ræðir við fréttamenn fyrir nokkrum árum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski sundmaðurinn Scott Miller vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum 1996. En hann virðist hafa snúið sér að óheilnæmu starfi að sundferlinum loknum því hann var nýlega handtekinn en hann er grunaður um að vera leiðtogi fíkniefnahrings.

Samkvæmt frétt dpa þá er Miller grunaður um að hafa ætlað að smygla miklu magni af amfetamíni frá Sydney til annarra svæða í New South Wales.

Talsmenn lögreglunnar hafa ekki skýrt frá nafni Miller en ástralskir fjölmiðlar fullyrða að hann hafi verið handtekinn.

Í tengslum við rannsókn málsins lagði lögreglan hald á metamfetamín að verðmæti sem svarar til um 200 milljóna íslenskra króna. Efnin voru falin í kertum. The Sydney Morning Herald segir að lögreglan hafi að auki lagt hald á meira magn fíkniefna og peninga þegar Miller var handtekinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Í gær

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans