fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Pressan

Vara við notkun 5G í flugvélum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 4. desember 2021 18:30

5G getur reynst flugvélum hættulegt. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víða um heim er unnið að uppbyggingu 5G-farsímanetsins og segja sérfræðingar aðeins tímaspursmál hvenær kerfið verður ráðandi á heimsvísu en flutningsgeta þess er mun meiri en í 4G-kerfinu.

En 5G-kerfið getur valdið vandræðum í flugsamgöngum segir bandaríska loftferðaeftirlitið, Federal Aviation Adminstration (FAA), sem varar farþega, flugmenn og flugvélaframleiðendur við kerfinu. Dagbladet skýrir frá þessu.

Ef farþegar, sem eru með síma sína tengda við 5G, slökkva ekki á þeim eða setja þá á „flymode“ þegar þeir eru um borð í flugvél munu valda meiri hættu en ef sími þeirra er tengdur við 4G-kerfið segir FAA.

FAA sendi tilkynningu til flugvélaframleiðenda, flugfélaga og flugmanna nýlega þar sem hugsanleg hætta af völdum 5G er kynnt. Fram kemur að ekki hafi enn verið sannað að nýlegar truflanir um borð í flugvélum hafi verið afleiðing 5G-kerfisins.

FAA segir að flugvélageirinn þurfi að undirbúa sig undir að innleiða aðgerðir til að hægt sé að bregðast við hugsanlegum truflunum í leiðsögukerfi flugvéla samhliða því að 5G verður útbreiddara.

Segir FAA að geirinn þurfi að vera undir það búinn að 5G sendar geti ógnað tæknilegum öryggisbúnaði flugvéla. Hugsanlega geti hæðarmælar orðið óvirkir þegar flughæðin er lág. FAA hvetur flugmenn og aðra starfsmenn flugfélaga því til að gæta sérstaklega að því að farþegar slökkvi á öllum raftækjum sem eru tengd við 5G.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát

Nýbirt skjöl varpa ljósi á ástæður þess að hann sviðsetti eigið andlát
Pressan
Fyrir 4 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“

Trump brjálaður út í Ísrael eftir árásina í gær – „Ég er ekki ánægður“