fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Missti af flugvélinni á Kastrup – Þá hófust vandræði hans fyrir alvöru

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. nóvember 2021 06:25

Kastrup. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var maður handtekinn á Kastrupflugvellinum í Kaupmannahöfn eftir að hann missti af fluginu sem hann ætlaði með úr landi. Hann var þó ekki handtekinn fyrir að missa af flugvélinni enda ekki saknæmt að missa af flugi, frekar bara aulaskapur.

Hann var handtekinn eftir að tollverðir fundu 5,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatösku hans. Þetta svarar til um 110 milljóna íslenskra króna.

Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem ferðalangur er handtekinn á Kastrup með milljónir í farteskinu. Báðir voru þeir á leið úr landi.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til loka nóvember á laugardaginn en hann er grunaður um peningaþvætti og hylmingu. Hann er á fimmtugsaldri. Lögreglan hefur ekki viljað skýra frá hvert hann var að fara.

Um miðjan október var maður á sama aldri handtekinn á Kastrup þegar hann ætlaði til Tyrklands. Hann var með 3,5 milljónir danskra króna í reiðufé í ferðatöskunni sinni. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um peningaþvætti og hylmingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“