fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Japanar loka landinu vegna Omikron

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:57

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýuppgötvaða Omikronafbrigði kórónuveirunnar veldur miklum áhyggjum um allan heim því talið er að afbrigðið sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið sem hefur verið ráðandi víðast um heiminn síðustu mánuði. Nú hafa japönsk stjórnvöld ákveðið að loka landinu fyrir öllum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi inn í landið.

Búist er við að ríkisstjórnin tilkynni þetta síðar í dag. NTV-sjónvarpsstöðin skýrir frá þessu.

Áður höfðu Japanar hert reglur um komur fólks til landsins frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku en þar hefur afbrigðið náð að skjóta rótum og kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fólk sem kemur frá þessum ríkjum þar að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Japan.

Ekki er enn vitað hvort bóluefni veiti vernd gegn Omikron en Japanar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna á því og loka því landinu. Þeir ætla einnig að hefjast handa við að gefa örvunarskammta af bóluefnum í næsta mánuði.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ástæðu til að hafa áhyggjur af Omikron en afbrigðið hefur nú fundist í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu, auk Ástralíu og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri