fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Pressan

Japanar loka landinu vegna Omikron

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:57

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýuppgötvaða Omikronafbrigði kórónuveirunnar veldur miklum áhyggjum um allan heim því talið er að afbrigðið sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið sem hefur verið ráðandi víðast um heiminn síðustu mánuði. Nú hafa japönsk stjórnvöld ákveðið að loka landinu fyrir öllum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi inn í landið.

Búist er við að ríkisstjórnin tilkynni þetta síðar í dag. NTV-sjónvarpsstöðin skýrir frá þessu.

Áður höfðu Japanar hert reglur um komur fólks til landsins frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku en þar hefur afbrigðið náð að skjóta rótum og kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fólk sem kemur frá þessum ríkjum þar að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Japan.

Ekki er enn vitað hvort bóluefni veiti vernd gegn Omikron en Japanar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna á því og loka því landinu. Þeir ætla einnig að hefjast handa við að gefa örvunarskammta af bóluefnum í næsta mánuði.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ástæðu til að hafa áhyggjur af Omikron en afbrigðið hefur nú fundist í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu, auk Ástralíu og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“

MAGA-áhrifavaldur uggandi yfir stöðunni – „Repúblikanaflokkurinn glímir við nasistavanda“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum

Sérfræðingar segja foreldra eiga að biðja börn um „samþykki“ fyrir bleyjuskiptum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans