fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Pressan

Japanar loka landinu vegna Omikron

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 29. nóvember 2021 05:57

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýuppgötvaða Omikronafbrigði kórónuveirunnar veldur miklum áhyggjum um allan heim því talið er að afbrigðið sé enn meira smitandi en Deltaafbrigðið sem hefur verið ráðandi víðast um heiminn síðustu mánuði. Nú hafa japönsk stjórnvöld ákveðið að loka landinu fyrir öllum til að koma í veg fyrir að veiran sleppi inn í landið.

Búist er við að ríkisstjórnin tilkynni þetta síðar í dag. NTV-sjónvarpsstöðin skýrir frá þessu.

Áður höfðu Japanar hert reglur um komur fólks til landsins frá nokkrum ríkjum í sunnanverðri Afríku en þar hefur afbrigðið náð að skjóta rótum og kom fyrst fram á sjónarsviðið. Fólk sem kemur frá þessum ríkjum þar að fara í 10 daga sóttkví við komuna til Japan.

Ekki er enn vitað hvort bóluefni veiti vernd gegn Omikron en Japanar ætla ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna á því og loka því landinu. Þeir ætla einnig að hefjast handa við að gefa örvunarskammta af bóluefnum í næsta mánuði.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO telur ástæðu til að hafa áhyggjur af Omikron en afbrigðið hefur nú fundist í nokkrum Evrópuríkjum, þar á meðal Hollandi, Þýskalandi, Danmörku og Ítalíu, auk Ástralíu og Kanada.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“

Uppþot á þingi í Ástralíu eftir að þingkona mætti í búrku – „Ef þið viljið ekki sjá mig í þessu – bannið búrkuna“
Pressan
Í gær

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum

Skilnaður tók á sig ótrúlega mynd – Ásakanir um glæp í himingeimnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum

Tekinn af lífi 37 árum eftir hrottalegt morð á yfirmanni sínum