fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Dapurleg tímamót í Þýskalandi – Rúmlega 100.000 hafa nú látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. nóvember 2021 05:27

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær urðu þau dapurlegu tímamót í Þýskalandi að fjöldi látinna af völdum COVID-19 fór yfir 100.000 en 350 dauðsföll voru skráð í gær. Þess utan var smitmet sett en 79.051 greindist með smit og hafa aldrei verið fleiri á einum degi, fyrra metið var nokkurra daga gamalt en þá greindust um 69.000 smit.

Þetta kemur fram í tölum sem Robert Koch stofnunin, sem sér um samantekt á upplýsingum um heimsfaraldurinn í Þýskalandi, sendi frá sér í morgun. 83,8 milljónir búa í þessu fjölmennasta ríki ESB.

Þar hafa 100.119 látist af völdum COVID-19 en í heildina hafa 5,57 milljónir greinst með veiruna.

Heldur dró úr smitum í vor og sumar en frá því í byrjun október hefur þróunin bara verið á einn veg, upp og það hratt. Mörg sambandsríki hafa brugðist við þessu með því að grípa til sóttvarnaaðgerða.

Á mánudaginn sagði Jens Spahn, heilbrigðisráðherra, að áður enn en veturinn er liðinn verði flestir „bólusettir, búnir að jafna sig af smiti eða dánir“.

68% þjóðarinnar hafa lokið bólusetningu og um 2% hafa fengið einn skammt.

Þýskaland er ekki eina Evrópulandið sem hefur rofið 100.000 dánartölumúrinn því Frakkar hafa einnig rofið hann en í gær höfðu 118.653 dauðsföll verið skráð þar frá upphafi faraldursins. En Ítalir hafa einnig rofið þennan sorglega múr en þar hafa 133.330 látist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali