fbpx
Föstudagur 02.janúar 2026
Pressan

Handtekin eftir að líkamsleifar tveggja dætra hennar fundust – Hurfu fyrir sex árum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. nóvember 2021 22:00

Echo Butler og Marie Sue Snyder.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um síðustu helgi fundust líkamsleifar tveggja systra, sem hurfu fyrir sex árum, á afskekktu svæði í Pennsylvania. Stúlkurnar, sem hétu Jasman og Nicole Snyder, væru 8 og 11 ára ef þær væru á lífi. Þeirra hafði verið saknað síðan 2015. Móðir þeirra, Mary Sue Snyder, hafði alltaf sagt að þær væru hjá vini hennar sem sæi um heimakennslu fyrir þær. Hún var handtekin á vinnustað sínum í Clinton sýslu á föstudaginn.

Independent segir að Snyder hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald, grunuð um að hafa stofnað lífi barna í hættu og hindrað framgang réttvísinnar varðandi rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum.

Lögreglan segir að lík systranna hafi fundist nærri hjólhýsi þar sem Snyder býr ásamt unnustu sinni, hinni 26 ára Echo Butler, og sjö ára syni hennar, Jesse. Hjólhýsið er í eigu foreldra Butler. Butler var einnig úrskurðuð í gæsluvarðhald og Jesse var komið í umsjá félagsmálayfirvalda.

Félagsmálayfirvöld hófu rannsókn á velferð Jess í byrjun september þegar upplýsingar bárust um að hann kynni ekki að nota salerni og hefði ekki verið skráður í skóla. Í framhaldi af því var farið að spyrja spurninga varðandi Jasman og Nicole. Móðir Butler, Michelle Butler, sagðist ekki hafa séð þær í sex ár. Snyder sagði að systurnar væru hjá vini hennar sem annaðist heimakennslu þeirra. En hvorki Snyder né Butler gátu gefið upp nafn þessa vinar.

Lík systranna eru nú til rannsóknar hjá réttarmeinafræðingum og lögreglan hefur staðfest að málið sé rannsakað sem morð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta

Gervierfingi á áttræðisaldri sveik milljarða úr bandarískum bönkum og lagði svo á flótta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar

Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Epstein krefst svara – Segir yfirvöld hafa vaktað ferðir hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 5 dögum

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri

12 ára drengur bjargaði mannslífum eftir að leið yfir móður hans undir stýri
Pressan
Fyrir 1 viku

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi

Zelensky óskar Pútín dauða í jólaávarpi
Pressan
Fyrir 1 viku

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina

Stórbruni á sveitabýli í Þýskalandi – Fjölskyldan var að borða jólamáltíðina
Pressan
Fyrir 1 viku

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 1 viku

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi

Kraftaverk á jólum: Lögreglumaður sem var skotinn í höfuðið útskrifaður af sjúkrahúsi