fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Ný tíðindi af máli Anne-Elisabeth Hagen – Lögreglan fylgir nú nýrri slóð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 05:59

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir tæplega þremur árum, þann 31. október 2018, hvarf Anne-Elisabeth Hagen frá heimili sínu í útjaðri Osló. Hvarf hennar þykir mjög dularfullt og er enn óleyst. Á heimili hennar og eiginmanns hennar, Tom Hagen, fundust miðar með kröfu um greiðslu lausnargjalds í rafmynt. Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins af miklum þunga og telur að hægt verði að upplýsa málið að lokum. Hún telur fullvíst að Anne-Elisabeth hafi verið myrt.

Grunur lögreglunnar hefur lengi beinst að Tom Hagen og telur lögreglan að hann hafi átt hlut að máli, að minnsta kosti viti hann hver eða hverjir voru að verki. Vitað er að hjónin glímdu við hjónabandsörðugleika og  Anne-Elisabeth hafði að sögn hugleitt að fara fram á skilnað. Þau hjónin eru milljarðamæringar.

VG hefur eftir lögreglunni að nú hafi verið ákveðið að beina kröftum hennar að nýrri slóð, sem er þó ekki svo ný. Það er hinn svokallaði „kryptomand“ (rafmyntamaðurinn) sem sjónir lögreglunnar beinast nú að. Þetta er norskur karlmaður á fertugsaldri sem hefur áður verið yfirheyrður vegna málsins.

En nú beinast sjónir lögreglunnar að honum af öðrum ástæðum en áður. Í vor var hann sakaður um aðild að frelsissviptingu en hann hefur neitað sök. Lögreglan vinnur út frá þeirri kenningu að Tom Hagen og „kryptomanden“ hafi hist skömmu áður en Anne-Elisabeth hvarf.

Lögreglan telur ekki lengur að „kryptomanden“ hafi átt aðild að hvarfi Anne-Elisabeth en telur hins vegar að hann geti verið lykillinn að lausn málsins. Lögreglumenn eru sagðir sannfærðir um að þeir sem námu Anne-Elisabeth á brott hafi stolið persónuupplýsingum „kryptomanden“ og notað þær.

Eins og staðan er nú þá telja stjórnendur rannsóknarinnar að þessi slóð sé líkleg til að ná árangri við rannsókn málsins. Germund Hanssen, talsmaður lögreglunnar, sagði í samtali við VG að af þessum sökum muni lögreglan nú beina kröftum sínum að þessari slóð. Meginmarkmiðið sé að finna út hver skrifaði hótunar- og lausnargjaldsbréfið sem fannst á heimili Hagen-hjónanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum