fbpx
Laugardagur 17.janúar 2026
Pressan

Gekk hann of langt að þessu sinni?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 21. október 2021 07:03

Donald Trump, Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barack ObamaGeorge WBushBill Clinton eru allir fyrrum forsetar Bandaríkjanna. Þeir ásamt Mike Pence, sem var varaforseti Donald Trump, hafa farið hlýjum orðum um Colin Powell, fyrrum utanríkisráðherra, sem lést í vikunni. En aðra sögu er að segja af Donald Trump sem hafði ekkert gott um Powell að segja. Þetta gæti vel snúist upp í höndunum á honum og valdið honum pólitísku tjóni.

„Dásamlegt að sjá að Colin Powell, sem gerði stór mistök í Írak og með hin svokölluðu gjöreyðingarvopn, fái svo fallega meðferð hjá falsfjölmiðlunum. Vona að það sama gerist hjá mér dag einn. Hann var klassískur RINO (aðeins Repúblikani að nafninu til, innsk. blaðamanns) ef hann var það þá yfirhöfuð því hann var alltaf fyrstur til að ráðast á aðra Repúblikana. Hann gerði mörg mistök en leyfum honum samt sem áður að hvíla í friði,“ skrifaði Trump á heimasíðu sína.

Ummæli hans hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum. Í sjálfu sér ekki ummælin sjálf, því vitað var að Trump og Powell var ekki vel til vina, heldur tímasetning þeirra, aðeins degi eftir að Powell lést.

Trump gat ekki fyrirgefið Powell að hann studdi Joe Biden í forsetakosningunum á síðasta ári og hann gagnrýndi einnig viðbrögð Trump við árás stuðningsmanna hans á þinghúsið.

Stjórnmálaskýrendur hafa bent á að árásin á Powell degi eftir andlát hans segi mikið um stöðu Trump þessa dagana. Einn þeirra, Jeff Shafer hjá Politico, telur að ummælin um fjölmiðla og Powell geti reynst Trump dýrkeypt.

Hann bendir á að Trump nái ekki lengur augum og eyrum milljóna stuðningsmanna sinna á Twitter þar sem hann hefur verið útilokaður. Hann fær ekki lengur aðgang að besta útsendingartíma hjá Fox News. Hann er heldur ekki lengur með stórt flokksbatterí á bak við sig til að koma boðskap hans á framfæri.

Colin Powell. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

 

Shafer segir að Trump sé ekki eins áhugaverður og áður og sé hægt og rólega að hverfa úr fréttastrauminum. Fram hefur komið að hann nái ekki til nærri því eins margra í gegnum heimasíðu sína og hann gerði með tístum sínum á TwitterShafer telur því að Trump telji sig verða að ganga enn lengra en áður til að fá athygli en það getur reynst honum dýrkeypt.

„Ókostirnir fyrir Trump – ef ókostir eru til í heimi Trump – eru að á meðan hann sekkur sífellt lægra í tilraunum sínum til að komast í fréttirnar endar hann með að senda það sem er eins og prufuupptaka til samfélagsmiðlanna, sem hafa úthýst honum, sem minnir þá á að leyfa honum ekki að koma aftur,“ skrifaði Shafer í Politico.

Hann sagði að endurkoma Trump á samfélagsmiðla sé grundvöllurinn fyrir endurkomu hans inn á pólitíska sviðið en þessi möguleiki verði sífellt minni eftir því sem Trump gangi sífellt lengra til að vekja athygli á sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl

Hótelsérfræðingar: Þetta eru herbergisnúmer sem ætti að forðast ef dvölin á að vera friðsæl
Pressan
Fyrir 2 dögum

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn

Glímdi við mikla fjárhagserfiðleika og þunglyndi eftir ER – Endurkoma sem tók 15 ár og hefur slegið í gegn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi

Vegna veikinda neyddist móðir til að senda son sinn til föður hans og stjúpmóður – Hún mun sjá eftir því alla ævi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef

Sagður hafa sett á svið ótrúlega atburðarás til að koma eiginkonunni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 3 dögum

Apple tekur fram úr Samsung

Apple tekur fram úr Samsung
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“

Trump átti erfitt með að muna eigið loforð – „Gerði ég það? Hvenær gerði ég það?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er

Hjónin myrt rétt fyrir áramót: Það kom fáum á óvart hver hinn grunaði er
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu

Ákærð fyrir glæpi sem sagðir eru ógna lýðræðinu