fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Pressan

Grunur um hryðjuverk í Noregi – Margir látnir og særðir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. október 2021 18:51

Frá vettvangi í kvöld. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að hryðjuverkaárás hafi verið gerð í Kongsberg í Noregi nú í kvöld. Margir eru sagðir látnir og særðir eftir árásina. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Lögreglunni var tilkynnt um mann sem væri að skjóta á fólk með boga í miðbæ Kongsberg um klukkan 18.30 að staðartíma, 16.30 að íslenskum tíma.

Umfangsmiklar lögregluaðgerðir hafa verið á svæðinu.

Lögreglan hefur verið spör á upplýsingar en sagði á fréttamannafundi fyrir nokkrum mínútum að margir séu látnir og særðir en nefndi engar tölur.

Sjúkrahús á svæðinu hafa verið sett í viðbragðsstöðu og starfsfólk kallað út.

Lögreglumenn á vettvangi. Mynd:EPA

Á fréttamannafundi sagði Øyvind Aas, lögreglustjóri, að lögreglan sé með allan þann mannskap á svæðinu sem hún hafi yfir að ráða. Hann sagði að hinn handtekni hafi farið yfir stórt svæði í miðbænum. Hann vildi ekki svara því hvort um hryðjuverk væri að ræða en sagði að leyniþjónustu lögreglunnar hefur verið tilkynnt um málið.

Lögreglan í Osló veitir lögreglunni í Kongsberg aðstoð og hefur sent þyrlu, sprengjusérfræðinga og sérsveitarmenn á vettvang. Kongsberg er um 80 km suðvestan við Osló.

Norska ríkisútvarpið segir að hinn handtekni hafi skotið á fólk með boga og örvum. Fólk hefur verið beðið um að halda sig innandyra. Þá herma fréttir að fjöldi fólks hafi verið stungið með hnífi.

Lögreglan telur að hinn handtekni hafi verið einn að verki.

Fjöldi sjúkrabíla hefur verið sendur til Kongsberg frá Osló.

Vopnaðir lögreglumenn og hermenn eru á hverju strái í bænum þessa stundina.

Laagendalsposten hefur eftir vitni að árásarmaðurinn hafi hlaupið upp Hyttegata með lögreglumenn á hælunum og að þeir hafi skotið á hann með vélbyssum. Vitnið sá einnig konu liggja særða á götunni og hrópa á hjálp, hún hafði verið stungin.

Uppfært klukkan 19.40

Tekin hefur verið ákvörðun um að norska lögreglan vopnist tímabundið í ljósi atburðanna í Kongsberg. Gildir ákvörðunin fyrir allt landið. Norskir lögreglumenn eru alla jafna ekki vopnaðir skotvopnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi

„Svörtu ekkjurnar“ í Rússlandi
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“

Hrottaleg saga ungs pars skekur Texas- „Við leggjum af stað í dögun“