fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fyrrum klámstjarna sögð hafa myrt tveggja ára son sinn – Skildi blóðugt og limlest líkið eftir á afgreiðslukassa

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 9. október 2021 17:00

Mynd: Newsflash

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katalin Erzebet Bradacs, 44 ára gömul fyrrum klámstjarna frá Ungverjalandi, var á dögunum handtekin en hún er grunuð um að  hafa myrt Alex Juhasz, tveggja ára gamlan son sinn. Þá er hún einnig sögð hafa limlest hann og skilið líkið eftir við afgreiðslukassa í matvöruverslun. DailyStar fjallaði um málið.

Þann 1. október síðastliðinn fór Katalin í matvöruverslun Lidl í Citte della Pieva á Ítalíu með syni sínum. Vitni heyrðu Katalin öskra og sáu hana leggja blóðugt lík sonar síns á afgreiðslukassann á meðan hún öskraði á hjálp. Sonur hennar var með níu stungusár á líkamanum, bæði á bringunni og á hálsinum. Hann var úrskurðaður látinn á staðnum og Katalin var handtekin eftir að hnífur fannst í veskinu hennar.

Rifinn og blóðugur bolur í eigu Juhazs fannst í nærliggjandi byggingu og eftir að hafa skoðað myndbönd úr öryggismyndavélum grunar lögregluna ekki neinn nema móður hans um morðið. Morðið sjálft náðist ekki á myndband en Katalin sást bæði mæta á vettvang og fara af honum.

Hatrammar forsjárdeilur

Lögreglan telur að Katalin hafi myrt son sinn til að hefna sín á barnsföður sínum, Norbert Juhasz, en þau höfðu skilið skömmu áður og verið í hatrömmum forsjárdeilum. Katalin stakk af í síðasta mánuði með syni sínum eftir að Ungversk dómsvöld höfðu úrskurðað að faðir barnsins ætti að fá fulla forsjá.

Norbert býr í Ungverjalandi en hann hafði samband við lögreglu eftir að hafa fengið senda mynd af syni sínum að deyja í gegnum samskiptaforritið WhatsApp. Katalin á að hafa sent myndina skömmu áður en hún fór í matvöruverslunina með blóðugt líkið.

Katalin er sögð hafa þvertekið fyrir morðásakanir. „Ég drap ekki son minn,“ á hún að hafa endurtekið í samtali við lögreglu. Þá eru vitni sögð hafa séð Katalin misþyrma syni sínum degi fyrir morðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?