fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Pressan

Staðfest að fjórir létust í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið – 52 handteknir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. janúar 2021 04:52

Svona atburðir eiga ekki að endurtaka sigMynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert J. Contee, lögreglustjóri í Washington D.C. staðfesti fyrir stundu að fjórir hafi látist í áhlaupinu á bandaríska þinghúsið, Capitol Hill, í gær. Einörð stuðningskona Donald Trump, forseta, var skotin í hálsinn þegar hún réðist inn í þinghúsið ásamt fleiri mótmælendum. Hún lést af völdum áverka sinna. Auk hennar létust þrír til viðbótar en allir af völdum bráðra veikinda að sögn Contee. Virðist fólkið því ekki hafa látist af völdum áverka.

Contee sagði að 52 hafi verið handteknir. Að minnsta kosti 14 lögreglumenn slösuðust í óeirðunum, tveir þeirra liggja nú á sjúkrahúsi. Annar þeirra er mikið slasaður en æstur múgurinn náði tökum á hann og dró hann inn í mannþröngina þar sem honum var misþyrmt. Hinn hlaut slæma áverka í andlit.

Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D.C. tilkynnti í nótt að neyðarástand muni ríkja í borginni næstu 15 daga og verður það því í gildi þegar Joe Biden verður settur í embætti. Bowser setti á útgöngubann í 12 klukkustundir í gær og tók það gildi klukkan 18 að staðartíma. Með því að lýsa yfir neyðarástandi getur hún sett útgöngubann á nýjan leik ef þörf krefur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Í gær

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi

Sjúklegt athæfi miðaldra klámstjörnu – Sögð hafa afhöfðað barnsföður sinn í ótrúlegum tilgangi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild

Vilja þyrma lífi fanga á dauðadeild
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau

Bjargaði lífi fjögurra barna og mannsins sem hótaði að drepa þau
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla

Barnaperri handtekinn eftir 13 ár á flótta – Sviðsetti dauða sinn og skráði sig í skóla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá

Feðgar létust þegar geitungar réðust á þá