fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Áskrifendur Netflix orðnir rúmlega 200 milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. janúar 2021 17:01

Eftir 25 ár er Netflix hætt þessu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða ársfjórðungi 2020 bættust 8,5 milljónir áskrifenda við hjá efnisveitunni Netflix. Það voru þáttaraðir á borð við Bridgerton og The Queens Gambit sem löðuðu fólk að skjánum og til að fá sér áskrift. Einnig er talið að það hafi ýtt undir þessa þróun að kvikmyndahús eru víðast hvar lokuð vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar og að lítið er um að nýjar kvikmyndir séu gerðar, sömuleiðis vegna heimsfaraldursins.

Í heildina eru áskrifendur Netflix 204 milljónir um allan heim. „Við erum mjög þakklát fyrir að á þessum sérstöku tímum höfum við geta veitt viðskiptavinum okkar um allan heim gleði en um leið höldum við áfram að styrkja fyrirtækið okkar,“ segir í tilkynningu frá Netflix til fjárfesta sem hafa sett fé í fyrirtækið.

Fyrirtækið fékk 37 milljónir nýrra viðskiptavina á síðasta ári. Meirihluti þeirra bættist í hópinn í vor þegar heimsfaraldurinn skall á. Á fyrstu þremur mánuðum síðasta árs bættust 15,7 milljónir við áskrifendahópinn. Fyrirtækið hefur aldrei fengið jafn marga nýja áskrifendur á einu ári síðan það var stofnað 2007.

Velta fyrirtækisins á fjórða ársfjórðungi 2020 var 6,64 milljarðar dollara sem er milljarði meira en á þriðja ársfjórðungi. Í heildina var velta fyrirtækisins á síðasta ári 25 milljarðar dollara sem er fimm milljörðum meira en 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn