fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
Pressan

200.000 Norðmenn fengu dularfulla símhringingu frá Norður-Kóreu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2021 20:35

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðvikudag í síðstu viku var hringt í um 200.000 norsk símanúmer frá Norður-Kóreu. Um svindltilraunir er að ræða að sögn símafélagsins Telenor sem segir þetta jafnframt vera vaxandi vandamál.

Svindlið gengur út á að þegar svarað er, er skellt á um leið. Þetta er gert í þeirri von að fólk hringi síðan í númerið en þá byrjar gjaldmælirinn að telja og það af krafi. Það getur því reynst dýrkeypt að hringja til baka.

TV2 hefur eftir Thorbjørn Busch, öryggisráðgjafa hjá Telenor, að það sem gerðist á miðvikudaginn hafi verið sérstakt. Þar sem um svo mörg símtöl til Norðmanna hafi verið að ræða bendi það til að um markvissa árás hafi verið að ræða.

Tölur Telenor sýna að hringt var í tæplega 200.000 viðskiptavini félagsins. Rúmlega 8.000 þeirra hringdu aftur í númerið sem hringt var úr. Telenor segir að venjulega séu það sjö til átta prósent símnotenda sem hringa í númerið sem hringt var úr en að þessu sinni hafi hlutfallið verið lægra og það bendi til að Norðmenn séu orðnir meðvitaðri en áður um svindltilraunir sem þessar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein

Smáræðið sem læknirinn hafði engar áhyggjur af reyndist vera fjórða stigs krabbamein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull

Setti Repúblikanaflokkinn á hliðina með viðtali við umdeildan áhrifavald og er nú kallaður heigull
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 5 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat