fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Fundu kórónuveiruna í ís

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. janúar 2021 07:59

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Tianjin í Kína segjast hafa fundið kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í þremur sýnum af ís. Yfirvöld reyna nú að hafa upp á fólki sem gæti hafa komist í snertingu við ísinn en hann var framleiddur hjá Tianjin Daqiaodao Food Company.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að búið sé að stöðva dreifingu á vörum frá verksmiðjunni. Á meðal þeirra hráefna sem fyrirtækið notaði við framleiðslu íssins voru mjólkurduft frá Nýja-Sjálandi og mysuduft frá Úkraínu.

Sky News hefur eftir Stephen Griffin, veirufræðingi við University of Leeds, að ekki þyrfti að örvænta vegna þessara frétta. „Það er líklegt að þetta hafi borist úr manneskju og án þess að vita allt um þetta í smáatriðum þá tel ég líklegt að þetta sé einangrað tilfelli.“

Hann sagði jafnframt að auðvitað væri ekki ásættanlegt að veiran hafi borist í ísinn og það sé auðvitað áhyggjuefni en líklega sé þetta tengt verksmiðjunni sjálfri og hreinlæti í henni. Hann sagði að kuldinn, sem ísinn var geymdur í, og það að hann innihaldi fitu geti skýrt af hverju veiran lifði af. „Við þurfum líklega ekki að óttast að sérhver ísbiti innihaldi skyndilega kórónuveiruna,“ sagði hann.

Allir 1.662 starfsmenn verksmiðjunnar voru settir í sóttkví og sýni tekin úr þeim.

Yfirvöld segja að verksmiðjan hafi framleitt 4,836 kassa af ís með kórónuveiru. 2.089 þeirra voru enn í verksmiðjunni þegar smitið uppgötvaðist. Af þeim 2.747 kössum, sem höfðu verið sendir út á markaðinn, voru 935 í Tianjin og 65 höfðu verið seldir á mörkuðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“

Lýsir áfallinu þegar hún fékk símtalið: „Engin merki um að hún hefði þetta í hyggju“
Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn

Tók til sinna eigin ráða eftir að dóttir hennar var myrt og það átti eftir að kosta hana lífið – Ævintýraleg barátta syrgjandi móður sem bauð glæpagengi birginn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskir herforingi sprengdur í loft upp