fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Pressan

Sex þjóðgarðsverðir drepnir – Vernduðu górillur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 13. janúar 2021 07:13

Þjóðgarðsvörður að störfum í Virunga þjóðgarðinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að minnsta kosti sex þjóðgarðsverðir voru drepnir í Virunga þjóðgarðinum í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í síðustu viku. Margir til viðbótar særðust í árásinni. Þjóðgarðurinn er athvarf fjallagórilla en þær eru í útrýmingarhættu. Þjóðgarðsverðirnir gæta dýranna.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að ekki sé vitað með vissu hverjir stóðu að baki árásinni en böndin beinast að hópum vígamanna sem herja í austurhluta landsins. Þessir hópar reyna að sölsa undir sig land og náttúruauðlindum.

Rúmlega 200 þjóðgarðsverðir hafa verið drepnir fram að þessu. Í apríl voru 12 drepnir.

Nokkrir hópar vígamanna herja í austurhluta landsins. Þeir samanstanda að mestu af fyrrum liðsmönnum ýmissa hópa sem börðust í borgarastyrjöldum í álfunni áður fyrr. Styrjaldir sem kostuðu milljónir manna lífið og hafa valdið hungursneyð og sjúkdómsfaröldrum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“

„Vonandi er Pútín ekki svo óútreiknanlegur og heimskur“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“

Gagnrýnir „pirrandi“ Kourtney Kardashian – „Hún gerir mig brjálaða“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“