fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Pressan

Talibanar glíma ekki við fjárskort – Kínverjar hugsa sér gott til glóðarinnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. ágúst 2021 17:00

Liðsmenn Talibana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talibanar glíma ekki við fjárskort því þeir hafa orðið sér úti um mikið fjármagn með sölu á eiturlyfjum og innheimtu „verndargjalds“ af fyrirtækjaeigendum í Afganistan. Nú þegar þeir hafa tekið völd í landinu munu þeir væntanlega eiga enn auðveldara með að verða sér úti um fé því landið er mjög auðugt að ýmsum málmum.

Járn, kopar og gull er víða að finna í landinu auk margra sjaldgæfra málma. En eitt það allra mikilvægasta er liþíum sem er þar að finna í miklu magni, svo miklu að landið ræður hugsanlega yfir mesta magni þess í heiminum. CNN skýrir frá þessu.

Liþíum er nauðsynlegt í endurhlaðanlegar rafhlöður og ýmislegt annað sem við notum í auknum mæli til að takast á við loftslagsvandann sem við glímum við. Nú ráða Talibanar yfir stórum hluta af þessari takmörkuðu auðlind og það getur fært þeim mikla fjármuni, ótrúlega mikla.

Ýmsir sérfræðingar segja að Kínverjar standi nú spenntir á hliðarlínunni og fylgist með því þeir vilja gjarnan koma höndum yfir þessu miklu verðmæti og leggja því áherslu á að stíga varlega til jarðar í samskiptum sínum við Talibana til að halda þeim á góðum nótum. Ryan Hass, greinandi hjá Center for East Asia Policy Studies við John L. Thornton Center China, segir að málmarnir séu ástæðan fyrir að Kínverjar hafi ekki fordæmt Talibana. Í síðustu viku sagði kínverska ríkisstjórnin að hún muni reyna að koma á vinsamlegu samband við þá. Haas segir að fyrir því séu margar ástæður. Kínverskir leiðtogar séu ekki ánægðir með að Talibanar hafa tekið völdin í landinu en þeir láti prinsipp ekki standa í vegi fyrir hentistefnu. „Með tímanum munu Kínverjar njóta góðs af miklum náttúruauðlindum Afganistan,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“