fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Sérfræðingur hjá WHO segir að heimsfaraldurinn gæti hafa átt upptök sín á rannsóknarstofu í Wuhan

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 06:59

Veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið í Wuhan í Kína.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Embarek, sem fór fyrir sérfræðingahópi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar WHO sem fór til Wuhan í Kína til að rannsaka upptök heimsfaraldurs kórónuveirunnar, telur hugsanlegt að faraldurinn hafi byrjað með að starfsmaður rannsóknarstofu þar í borg hafi verið bitinn af leðurblöku og hafi borið smitið með sér út af rannsóknarstofunni.

Umrædd rannsóknarstofa hefur oft verið nefnd sem hugsanlegur upptakastaður faraldursins og eru bandarískar leyniþjónustustofnanir nú að rannsaka það sérstaklega. Kínversk yfirvöld hafa alltaf neitað því en á rannsóknarstofunni var unnið við rannsóknir og tilraunir með kórónuveirur.

TV2 hefur eftir Embarek að hann hafi ekki séð nein bein sönnunargögn fyrir að þessi kenning sé rétt en telur þetta samt sem áður mjög líklegt og segir að það þurfi að rannsaka þetta nánar. „Starfsmaður sem smitast þegar hann er úti á vettvangi að taka sýni er ein af líklegu kenningunum,“ sagði hann.

Hann fór fyrir sérfræðingahópi WHO sem fór til Wuhan í febrúar. Í kjölfar rannsóknar hópsins sagði WHO að „mjög ólíklegt“ væri að veiran hefði borist frá rannsóknarstofunni. Embarek segir að hann hafi viljað segja að það væri „ólíklegt“ en „mjög“ hafi verið bætt við eftir mikinn þrýsting frá Kínverjum.

Vísindamenn hafa sagt að líklega hafi kórónuveiran orðið til í leðurblökum af ákveðinni tegund og borist úr henni í menn. Umrædd tegund leðurblaka lifir ekki villt nærri Wuhan og eina fólkið sem vitað er til að hafi verið nærri leðurblökum af þessari tegund eru starfsmenn fyrrnefndrar rannsóknarstofu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“