fbpx
Mánudagur 01.desember 2025
Pressan

Segja að orkuáætlun Biden mun draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bjarga 317.000 mannslífum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. júlí 2021 07:30

Loftmengun hefur margvísleg neikvæð áhrif. Mynd:Pexels.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur í hyggju að þvinga Bandaríkjamenn til að nota endurnýjanlega og umhverfisvæna orku í meira mæli en áður. Með þessu verður hægt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og bjarga mörg hundruð þúsund manns frá því að látast af völdum loftmengunar.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem er birt á sama tíma og vaxandi þrýstingur er á stjórn Biden að grípa til aðgerða til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinganna. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að af þeim mörgu leiðum sem ríkisstjórnin getur farið í loftslagsmálum þá muni það koma Bandaríkjunum besta að skipt verði úr notkun jarðefnaeldsneytis yfir í hreina og umhverfisvæna orkugjafa. Þetta myndi vera best út frá efnahagslegu sjónarmiði en einnig út frá því hversu mörgum mannslífum verður hægt að bjarga með þessu.

Með því að auka notkun hreinna orkugjafa þarf að auka notkun sólar- og vindorku. Til að hraða skiptingu yfir í þessa orkugjafa hefur verið viðrað að nota bæði hvatningarkerfi og nokkurskonar sektir fyrir þá sem draga lappirnar í að skipta yfir. Stjórn Biden hafði í hyggju að koma þessu inn í risastóra áætlun um innviðauppbyggingu í Bandaríkjunum en varð að falla frá þeirri fyrirætlun eftir samningaviðræður við Repúblikana.

Í nýju skýrslunni, sem var unnin af vísindamönnum við Harvard UniversityGeorgia Institute of Technology og Syracuse University, kemur fram að áhrifaríkast sé að ná því markmiði að 80% af orkunotkun Bandaríkjanna komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2030, með því sé hægt að bjarga flestum mannslífum eða 317.500 á næstu 30 árum.

Að auki myndi mikið fjármagn sparast með þessu í heilbrigðiskerfinu og öll ríki Bandaríkjanna myndu njóta ávinnings af þessu hvað varðar minni mengun. Sérstaklega OhioTexasPennsylvania og Illinois en í þessum ríkjum eru innviðirnir að stórum hluta byggðir upp á notkun jarðefnaeldsneytis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands

Magnað góðverk mannsins sem vann einn stærsta lottóvinning í sögu Bretlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna

Bróðurdóttir Trumps segir tvennt útskýra framkomu frænda hennar í garð fjölmiðlakvenna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal

Stórfurðulegt mál vekur reiði í Frakklandi – Mannauðsstjóri ráðuneytis laumaði þvagræsandi lyfjum í kaffi kvenna sem komu í atvinnuviðtal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður

Hann hélt áfram að brjóta á stelpum eftir að mál hennar var fellt niður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu

Þrír bræður fóru í veiðiferð en aðeins einn kom heim – Skelfileg sjón blasti við lögreglu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina

Reiði á Ítalíu eftir óhugnanlegt nauðgunarmál – Ráðherra vill láta gelda mennina
Pressan
Fyrir 6 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca

Gift kona sökuð um kynferðislega áreitni í gufubaði á Mallorca