fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Danir tímasetja hvenær hætt verður að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. maí 2021 06:15

Mynd úr safni. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsku þingflokkarnir náðu í nótt samkomulagi um frekari afléttingu sóttvarnaaðgerða og hvenær á að hætta að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur. Krafan um notkun andlitsgríma hefur verið töluverður þyrnir í augum hægri flokkanna sem hafa lengi viljað falla frá kröfu um notkun þeirra.

Ákveðið var að hætt verði að krefjast þess að fólk noti andlitsgrímur á hinum ýmsu stöðum þegar búið er að bjóða öllum 16 ára og eldri bólusetningu. Samkvæmt áætlun á því að vera lokið í ágúst. Einnig verður slakað á kröfum um hið svokallaða kórónuvegabréf og notkun þess en hún hefur þótt tímafrek.

Eins og er þarf meðal annars að nota andlitsgrímur í almenningssamgöngufarartækjum, verslunum, hárgreiðslustofum og afgreiðslum fyrirtækja, einnig þurfa foreldrar að nota slíkar grímur þegar þeir sækja börn á leikskóla.

Samkvæmt samningi næturinnar verður gengið endalega frá samningi um afléttingu grímuskyldunnar í júní þegar betur verður ljóst hvernig bólusetningar ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans

„Þetta er ekki eðlilegt“ – Tveir sálfræðingar óttast um heilsu forsetans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni

Móðir brúðgumans hraunaði yfir gest fyrir ósæmilega hegðun í veislunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk

Þetta sagði meinti skotmaðurinn í hópspjalli eftir morð Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því

Þú ert líklega ekki að borða nóg af trefjum – Svona bætirðu úr því
Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 6 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós