fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Pressan

Sænsk ungmenni héldu að þau væru að gera góðverk – Gætu hafa gerst brotleg við lög

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 06:45

Ylfingar líkjast hvolpum mikið í fyrstu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungmenni, sem búa á sambýli fyrir þroskaskerta, í Värmaland í Svíþjóð voru í skógarferð nýlega og rákust á dýr í skóginum. Töldu ungmennin að um hvolp væri að ræða og tóku hann með sér heim á sambýlið. Fljótlega varð þó ljóst að ekki var um hvolp að ræða heldur var um ylfing að ræða.

Samkvæmt umfjöllun tímaritsins Svensk Jakt þá getur verið að ungmennin hafi brotið náttúruverndarlög með þessu. Úlfar eru alfriðaðir og óheimilt að fanga þá eða veiða nema með sérstakri heimild yfirvalda.

Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við Gautaborgarpóstinn að ekki leiki grunur á að eitthvað refsivert hafi átt sér stað eða að ungmennin hafi haft eitthvað glæpsamlegt í hyggju. Lögreglan sé því ekki að rannsaka málið.  Hann sagði jafnframt að flest bendi til að um ylfing hafi verið að ræða en það geti verið erfitt að greina mun á ylfingum og hvolpum því dýrin séu nauðalík nýfædd. Hinn meinti ylfingur hefur verið aflífaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Syndis kaupir Ísskóga
Pressan
Í gær

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran

Vísindamönnum er brugðið yfir nýrri veiru – Stærri en kórónuveiran
Pressan
Fyrir 2 dögum

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann

Var algjörlega ómeðvitaður um hörmungarnar sem áttu sér stað fyrir neðan hann