fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Pressan

Tveir handteknir vegna morðs á lögreglumanni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 05:42

Franskir lögreglumenn við störf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær tvo menn sem eru grunaðir um að hafa skotið lögreglumann til bana á miðvikudag í síðustu viku í Avignon. Mennirnir voru handteknir um 20 kílómetra utan við Avignon. Annar þeirra er talinn hafa skotið lögreglumanninn og hinn er grunaður um að hafa verið í vitorði með honum.

Handtökurnar áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að mörg hundruð manns höfðu tekið þátt í minningarathöfn um lögreglumanninn Eric Masson sem var 36 ára tveggja barna faðir.

Hann var skotinn þegar lögreglan lét til skara skríða gegn fíkniefnasölum. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að skotið hafi verið á marga lögreglumenn í aðgerðinni.

Morðið var mikið áfall fyrir íbúa Avignon en þar búa um 90.000 manns. Bærinn er einna þekktastur fyrir árlega leiklistarhátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest

Læknanemi sakaður um að hrinda gömlum manni fyrir járnbrautarlest
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn

Vísindamenn segja að þetta sé miklu betri mælikvarði en BMI-stuðullinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela

Blaut tuska í andlit Nóbelsverðlaunahafa – Trump treystir henni ekki til að fara með völdin í Venesúela
Pressan
Fyrir 2 dögum

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð

Brúðkaupsdagurinn breyttist í martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins

Opinberar þá „grimmustu og óþægilegustu“ í hópi fræga fólksins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst

Trump segir að Bandaríkin muni fara með völdin í Venesúela þar til nýr leiðtogi finnst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“

Maduro og eiginkona hans ákærð í New York – „Þau munu senn mæta fullum ofsa bandaríska réttlætisins“