fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Pressan

Létu þáttastjórnandann umdeilda heyra það eftir ummælin – Hvatti áhorfendur til að áreita fólk sem notar grímur

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 27. apríl 2021 19:00

Skjáskot úr þættinum sem um ræðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tucker Carlson er án efa einn umdeildasti þáttastjórnandi Bandaríkjanna. Tucker er hvað þekktastur fyrir ræður sínar í þáttunum sínum Tucker Carlson Tonight sem sýndir eru á Fox News. Þættirnir eru afar vinsælir, sérstaklega á meðal fólks á hægri vængnum í Bandaríkjunum.

Í þætti gærkvöldsins talaði Tucker um grímunotkun en hann lét afar óvenjuleg ummæli falla í þættinum. Hann sagði að grímur gerðu ekkert gagn gegn kórónuveirunni og hvatti svo áhorfendur sína til að áreita þá sem ganga um með grímur undir berum himni. „Hvernig getiði gert þetta? Það er okkar starf að ýta þeim til baka og ná í samfélagið sem við fæddumst í. Næst þegar þið sjáið einhvern með grímu á gangstéttinni skuluði ekki hika,“ sagði Carlson í þættinum og hvatti áhorfendur til að segja eftirfarandi við þá sem nota grímu utandyra:

„Viltu vinsamlegast taka grímuna af þér. Vísindin sýna að það er engin ástæða fyrir þig til að vera með þessa grímu. Gríman þín er að láta mér líða óþæginlega.“

CNN fjallaði um ummælin í gærkvöldi og voru fréttamenn stöðvarinnar afar skotfastir í umfjölluninni. Bentu þau til dæmis á að samstarfsmenn þáttastjórnandans eru á meðal þeirra sem hafa hvatt til þess að fólk noti grímurnar sínar. Þá bentu þau líka á að Tucker hafi sjálfur sagt að grímurnar virki í baráttunni gegn veirunni.

„Auðvitað virka grímurnar, allir vita það,“ sagði Tucker um grímurnar fyrr í faraldrinum.

Frétt CNN um ummælin má sjá hér fyrir neðan en í myndbandinu má einnig sjá brot úr þeim þætti Tucker Carlson sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni