fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Sérfræðingar vara við – „Fólk áttar sig ekki á að það er of seint að leynast“

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 24. apríl 2021 22:00

Fáum við fljótlega svar við spurningunni um hvort við erum ein í alheiminum?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir vísindamenn reyna hvað þeir geta til að finna vitsmunaverur utan jarðarinnar og að komast í samband við þær. En aðrir spyrja sig hvort við viljum virkilega að vitsmunaverur viti af tilvist okkar?

„Við höfum enga ástæðu til að trúa að tækniframfarir og óeigingirni eða siðferði tengist á einhvern hátt,“ sagði Andrew Siemion, yfirmaður hjá SETI, í samtali við Inverse. „Það eru líklega illgjörn samfélög annars staðar í alheiminum og það er eitthvað sem við ættum að hugleiða um leið og við höldum áfram að kanna alheiminn,“ bætti hann við.

Siemion, sem er yfirmaður Berkeley SETI Research Center, sem leitar að ummerkjum um líf utan jarðarinnar, viðrar með þessum orðum áhyggjur flestra sem vinna að leit að vitsmunalífi utan jarðarinnar. Það myndi gjörbreyta heiminum og heimsmynd okkar ef við fáum staðfestingu á að líf finnist utan jarðarinnar en um leið væri engin vissa fyrir að mannkynið myndi lifa það af að hitta vitsmunaverur frá öðrum plánetum.

Eðlisfræðingurinn og SETI-sérfræðingurinn Michio Kaku sagði nýlega svipaða hluti og SiemionFuturism bendir á að þrátt fyrir þessi varnaðarorð þeirra þá telji hvorugur að þetta sé nægt tilefni til að hætta leit að vitsmunaverum utan jarðarinnar.

„Persónulega held ég að vitsmunaverur, ef þær eru til utan jarðarinnar, séu vinsamlegar en við getum ekki veðjað á það,“ sagði Kaku nýlega í samtali við The Guardian og bætti við: „Ég held að við munum setja okkur í samband við þær en við ættum að fara mjög varlega.“

Þrátt fyrir umræðu um hvort við eigum að setja okkur í samband við vitsmunaverur, ef þær eru til utan jarðarinnar, gleymist oft að við höfum nú í um hundrað ár sent útvarpsmerki út í geiminn þannig að vitsmunasamfélög, sem eru í innan við hundrað ljósára fjarlægð frá jörðinni, gætu hafa heyrt þessi merki ef þau hafa tæknilega kunnáttu til að móttaka þau. „Fólk áttar sig ekki á að það er of seint að leynast,“ sagði Douglas Vakoch, geimlíffræðingur og forseti Messaging Extraterrestrial Intelligence (METI) stofnunarinnar. „Ef þær eru á leið til okkar þá er það okkur í hag að eiga samskipti við þær og sýna þeim að við séum betri spjallfélagar en hádegismatur,“ sagði hann einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?