fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Kórónuveiran getur lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. febrúar 2021 15:15

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að kórónuveiran og aðrar álíka veirur geta lifað á fatnaði í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti á þeim tíma.

ITV News skýrir frá þessu og segir að það hafi verið vísindamenn við De Montfort háskólann í Leicester sem hafi rannsakað hversu lengi kórónuveiran gæti lifað á þremur efnum sem oft eru notuð í heilbrigðisgeiranum.

Niðurstaðan er að pólýester er það efni sem veiran kann best við sig á og getur lifað á því í allt að 72 klukkustundir og borist yfir á aðra fleti.

Í rannsókninni voru örsmáir dropar af kórónuveirunni HcoVOC43, sem er mjög svipuð kórónuveirunni sem herjar á heimsbyggðina þessi misserin, látnir á pólýester, blöndu af pólýester og bómull og hreina bómull.

Á hreinni bómull lifði veiran í 24 klukkustundir en aðeins í sex klukkustundir á blöndunni af pólýester og bómull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu

Norður-Kóreumenn sagðir hafa slegið vafasamt met sem þeir sjálfir áttu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn