fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 20. febrúar 2021 22:00

„Öfugt bóluefni“ gæti unnið á sjálfsofnæmissjúkdómum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um þriðjungur bandarískra hermanna vill ekki láta bólusetja sig. Þar sem bóluefnin gegn veirunni hafa aðeins hlotið samþykki til neyðarnotkunar geta hermenn hafnað bólusetningu. Þetta kom fram þegar hershöfðingi kom fyrir þingnefnd í vikunni.

Varnarmálaráðuneytið, Pentagon, flokkar bóluefnin sem valfrjálsan kost því bandaríska lyfjastofnunin FDA hefur ekki enn veitt þeim fullt og endanlegt samþykki. John Kirby, talsmaður Pentagon, sagði að hlutfall þeirra hermanna sem ekki vilja láta bólusetja sig sé svipað og almennt í þjóðfélaginu. Hann sagði jafnframt að rúmlega ein milljón hermanna muni hafa fengið bóluefni í lok vikunnar. Hann tók sérstaklega fram að Lloyd Austin, varnarmálaráðherra, hafi verið bólusettur.

Ríkisstjórnin hefur beðið herinn og þjóðvarðliðið, sem heyrir undir ríkin sjálf, um aðstoð við að bólusetja almenning.

Flestar bólusetningar eru skylda hjá hernum en þar sem COVID-19 bóluefnin hafa aðeins verið samþykkt til neyðarnotkunar er ekki hægt að skylda hermenn til að láta bólusetja sig með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“