fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Pressan

Segir að kórónuveirusmit á þýsku dvalarheimili sýni að bóluefnið virkar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 10. febrúar 2021 07:02

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Þýskalandi hafa 14 íbúar á dvalarheimili aldraðra í bænum Belm í Niedersachesn greinst með B117 afbrigði kórónuveirunnar, stundum nefnt breska afbrigðið. Allir íbúarnir fengu síðari skammtinn af bóluefninu frá Pfizer og BioNTech þann 25. janúar.

Franfurter Allgemeine skýrir frá þessu.

Allir íbúar dvalarheimilisins og starfsfólkið er komið í sóttkví sem og ættingjar íbúanna. Þau smituðu hafa ekki sýnt nein einkenni smits eða mjög mild einkenni. Burkhard Ripenhoff, talsmaður heilbrigðisyfirvalda, sagði að það megi hugsanlega skýra með að búið er að bólusetja fólkið.

Søren Riis Paludan, prófessor við líflæknisfræðideild Árósaháskóla, sagði í samtali við TV2 að þetta væri rétt hjá Ripenhoff. „Þetta sýnir einmitt að bóluefnið virkaði. Án þess hefði fólkið líklega orðið mjög veikt. Falleg saga,“ sagði hann.

Eugen Brysch, formaður þýsku stofnunarinnar sem gætir hagsmuna sjúklinga, segir að það verði sífellt ljósara að bólusett fólk sé ekki ónæmt fyrir veirunni og að það geti smitað út frá sér en að bólusetningin þýði að fólk sleppi frekar við erfið veikindi. „Þetta er ekki endilega hræðileg sviðsmynd, þetta þýðir að við getum lifað með veirunni,“ sagði hann að sögn Frankfurter Allgemeine.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Í gær

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar

Þess vegna skaltu muna að sofa með svefnherbergisdyrnar lokaðar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“

Hryllingurinn í hraðsuðukatlinum – Vildi finna að „þeir væru hluti af honum“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt

Svona getur þú sjálf(ur) minnkað blóðfitumagnið þitt
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“

„Það var gríðarlegt eldhaf svo ég vissi að ég hafði ekki langan tíma“