fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Bandaríkin kaupa 200 milljónir skammta af bóluefni til viðbótar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. janúar 2021 07:06

Bóluefni frá Pfizer. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta verður verra, áður en það verður betra sagði Joe Biden, Bandaríkjaforseti, í gær þegar hann ræddi um kórónuveirufaraldurinn við fréttamenn. Hann skýrði frá því að stjórnvöld hefðu samið um kaup á 200 milljónum skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni til viðbótar við það sem áður hafði verið samið um kaup á. Með þessu á að vera hægt að bólusetja 300 milljónir Bandaríkjamanna fyrir haustið en um 330 milljónir búa í landinu.

100 milljónir skammta voru keyptir af Pfizer og hinir 100 milljón skammtarnir hjá Moderna. Bæði bóluefnin hafa nú þegar fengið markaðsleyfi hjá bandarísku lyfjaeftirlitsstofnuninni. Með þessari viðbót hafa Bandaríkin tryggt sér 600 milljónir skammta af bóluefnum gegn kórónuveirunni.

Biden hefur lofað að dreifa 100 milljónum skammta á fyrstu 100 dögum sínum í embætti. Nú verður bætt í afhendingarhraðann til ríkja landsins og yfirráðasvæða þess. Nú verður 10 milljónum skammta dreift til þeirra í viku hverri í stað 8,6 milljóna. „Þetta mun veita milljónum Bandaríkjamanna tækifæri til að fá bólusetningu fyrr en annars,“ sagði Biden.

Hann sagði að um gríðarlega stórt verkefni væri að ræða að bólusetja alla þjóðina og um leið gagnrýndi hann forvera sinn í embætti. Hann sagði að bóluefnaáætlunin sem hann fékk í hendurnar frá Donald Trump hafi „verið verri en vænst var“ og að „það verði verra, áður en það fer að batna,“.

Sérfræðingar segja að fjöldi látinna, frá upphafi faraldursins í Bandaríkjunum, muni fara yfir 500.000 í næsta mánuði og smitum mun halda áfram að fjölga sagði Biden.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað