fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Pressan

Hörð átök í Hollandi þegar sóttvarnaaðgerðum var mótmælt

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 07:59

Til átaka kom í Haag í gærkvöldi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til harðra átaka kom á milli mótmælenda, sem mótmæltu sóttvarnaaðgerðum yfirvalda, og lögreglu í Amsterdam og Eindhoven í Hollandi á sunnudaginn. Á laugardaginn var kveikt í sýnatökustöð þar sem kórónuveirusýni eru tekin.

Svo virðist sem óánægja með harðar sóttvarnaaðgerðir sé að brjótast út í aukinni hörku, ofbeldi og skemmdarverkum.

New York Times segir að svo virðist sem tveggja vikna útgöngubann, sem gildir frá 9 á kvöldin, hafi verið brotið margoft eftir að það tók gildi á laugardagskvöldið. Í þorpinu Urk, þar sem einnig kom til mótmæla og átaka í nóvember og desember, kveiktu ungmenni í sýnatökustöð skömmu eftir að útgöngubannið tók gildi.

Haft er eftir embættismönnum að 3.600 manns hafi verið sektaðir um allt land fyrir að hafa ekki farið eftir fyrirmælum um að halda sig heima og 25 voru handteknir fyrir að brjóta gegn útgöngubanninu eða fyrir þátttöku í ofbeldisverkum.

Á sunnudaginn tóku mörg hundruð manns þátt í óleyfilegum mótmælum í Amsterdam og Eindhoven en boðað hafði verið til þeirra á Facebook. Að auki var mótmælt víðar en það var í Amsterdam og Eindhoven sem kom til átaka við lögregluna. Kveikt var í bílum og reiðhjólum, rúður í verslunum brotnar og tugir voru handteknir. Lögreglan beitti vatnsbyssum, hestum og táragasi til að dreifa mótmælendum.

Mótmæli héldu áfram í gærkvöldi þar sem mótmælendur grýttu lögregluna og til átaka kom og voru um 150 handteknir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar

Þriggja ára barn braut borð á kaffihúsi – Móðirin segir að henni hafi verið haldið gegn vilja sínum þar til skemmdir voru greiddar
Pressan
Í gær

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman

Köngulóarmaðurinn í Denver blekkti lögregluna mánuðum saman
Pressan
Fyrir 2 dögum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir

Íslandsvinur með „stærsta typpi í heimi“ handleggsbrotinn eftir að fermingarbróðirinn þvældist fyrir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa

Tíu ára stúlka pyntuð til dauða af föður og kærustu hans – Barnaverndarkerfið sagt hafa brugðist illa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi

Dæmdir til opinberrar hýðingar eftir að þeir voru staðnir að kossaflensi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“

Suður-Evrópa brennur – Vísindamaður varar við „mólótovkokteil“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns

Hún varð ekkja fyrir áratug – Nú gengur hún með barn heitins eiginmanns síns