fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

Slæmar fréttir fyrir Harry og Meghan – Raunveruleikinn blasir við

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 29. september 2020 06:45

Meghan og Harry á góðri stundu. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Harry prins og eiginkona hans, Meghan hertogaynja, ákváðu að draga sig í hlé frá störfum fyrir bresku konungsfjölskylduna sögðu þau að þau vildu eiga meira einkalíf. En hvort það hefur gengið eftir er kannski erfitt að meta. Þau eru stöðugt á milli tannanna á fólki og sitt sýnist hverjum um þau og það sem þau gera.

Samkvæmt umfjöllun breska tímaritsins Tatler þá telja tveir af hverjum þremur Bretum að svipta eigi hjónin konunglegum titlum þeirra. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem Tatler lét gera. 68% aðspurðra sögðu að binda ætti enda á notkun hjónanna á titlunum hertogi og hertogaynja af Sussex.

Hjónin virðast hin ánægðustu með þessa titla en í upphafi ætluðu þau að byggja upp eigið vörumerki, Sussex Royal, en þær fyrirætlanir voru stöðvaðar af Elísabetu II, ömmu Harry. Ástæðan er að konungsfjölskyldan vill ekki að nafn hennar sé notað í viðskiptalegum tilgangi.

Það þarf kannski ekki að koma á óvart að margir vilji að þau afsali sér titlunum eða verði svipt þeim því nú njóta þau ekki lengur þeirrar velvildar sem konungsfjölskyldan nýtur yfirleitt. Nú verða þau að feta þröngan stíg hvað varðar stjórnmál og annað. Aukin gagnrýni á hjónin er kannski afleiðing þess að fólk telur þau ekki lengur tilheyra konungsfjölskyldunni og því verði þau bara að hegða sér eins og hver annar almennur borgari. Því blasi raunveruleiki hversdagslífsins einfaldlega við þeim núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi

Fyrrverandi einræðisherra lifir þægilegu lúxuslífi í Rússlandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst

Svona varð athugasemd á Reddit til þess að skotmaðurinn í Brown-háskóla fannst
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá