fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Gamalt viðtal við Díönu prinsessu vekur athygli – Setti fram athyglisverða skoðun

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 05:45

Díana, prinsessa af Wales

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1995 tók BBC viðtal við Díönu prinsessu sem stóð þá í skilnaði við eiginmann sinn Karl prins. Í viðtalinu spurði fréttamaðurinn Martin Bashir hvort Díana teldi að sonur þeirra hjóna, Vilhjálmur prins, ætti frekar að taka við konungstigninni en faðir hans þegar Elísabet II drottning fellur frá.

„Þú verður að hafa í huga að Vilhjálmur er mjög ungur núna. Þá þarf hann að taka þessa byrði á herðar sínar núna. Þetta er spurning sem ég get ekki svarað.“

Sagði Díana. En Bashir gafst ekki upp og umorðaði spurninguna og spurði hvort Vilhjálmur, þegar hann hefði aldur til, ætti að verða konungur frekar en Karl.

„Ósk mín er að maðurinn minn finni ró og það krefst annars. Svo, já.“

Svaraði prinsessan.

Blöð á borð við People og Express hafa fjallað um viðtalið að undanförnu enda er Vilhjálmur orðinn nógu gamall til að taka við konungsembættinu. Árum saman hafa gengið orðrómar um að Elísabet II, amma hans, vilji frekar að hann taki við af sér en Karl en rétt er að hafa í huga að þetta eru bara orðrómar.

En hver sem vilji drottningarinnar og annarra er þá er ekki hægt að ganga fram hjá Karli því samkvæmt lögum er það sá sem er næstur í erfðaröðinni sem tekur við konungs- eða drottningartign þegar forverinn andast eða afsalar sér krúnunni og það er óumdeilt að Karl er fremstur í erfðaröðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim

Sakamál: Myrti fjölskylduna og bað síðan um að fá að fara heim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi

Ofbeldismaður fleygði 7 ára fram af brú eftir voðaverk – Nú mætir hún geranda sínum fyrir dómi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 5 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri

Falsfréttir um morðið á Charlie Kirk kollsteyptu lífi Kanadamanns á lífeyrisaldri