fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Hinir þöglu kjósendur munu ráða því hvort Trump nær endurkjöri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 21. júlí 2020 05:45

Kjörstaður í Atlanta. Mynd: EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Donald Trump sigraði í forsetakosningunum 2016 voru það hinir þöglu kjósendur sem tryggðu honum sigurinn. Þetta eru þeir kjósendur sem halda sig til hlés í umræðunni um stjórnmál og vilja ekki taka þátt í skoðanakönnunum eða svara ekki rétt ef þeir taka þátt. Nú er spurningin hvort þessi hópur muni aftur styðja Trump eða snúa við honum baki?

Margir þeirra sem styðja Trump eru ekki mjög viljugir til að segja nágrönnum sínum eða vinnufélögum frá því og hvað þá þeim sem gera skoðanakannanir. Þetta kom vel í ljós í kosningunum 2016 þegar nær allar skoðanakannanir sýndu að Hillary Clinton myndi sigra.

Af þessum sökum hafa margir nú áhuga á að vita hversu margar af þeim skoðanakönnunum, sem eru gerðar þessa dagana, endurspegla kjósendahópinn og fyrirætlanir hans í raun og veru. Í þessu sambandi hefur verið rætt um að til sé hópur, sem hefur verið nefndur „feimnir kjósendur Trump“.

Tímaritið Roll Call, sem fjallar um stjórnmál, hefur eftir Jim Manley, stjórnmálasérfræðingi sem starfar fyrir Demókrataflokkinn, að hann telji rétt að reikna með að það séu margir kjósendur sem séu hræddir við að segja að þeir styðji Trump ef þeir lenda í úrtaki í skoðanakönnun.

Miðað við síðustu skoðanakannanir er útlitið ekki bjart fyrir Trump. Andstæðingur hans, Joe Biden, er með rúmlega 9 prósentustiga forskot að meðaltali að sögn Real Clear Politics. Ef þetta forskot helst fram að kosningunum þann 3. nóvember er forsetatíð Trump á enda. En skoðanakannanir gefa ekki endilega rétta mynd eins og kom berlega í ljós 2016 þegar Hillary Clinton var spáð sigri með um 3 prósentustiga mun. Hún sigraði í raun með 2 prósentustiga mun en vegna kjörmannakerfisins var Trump kjörinn forseti.

Mun færri skoðanakannanir eru gerða í einstökum ríkjum en á landsvísu og í hverju ríki þarf minna til að breyta hlutföllunum. Þetta skiptir miklu máli í kjörmannakerfinu því sá sem sigrar í hverju ríki fær alla kjörmenn þess ríkis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum