fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Mueller rýfur þögnina – „Ráðgjafi Trump verður áfram dæmdur glæpamaður og það er við hæfi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. júlí 2020 07:01

Robert Mueller. Mynd: EPA-EFE/JIM LO SCALZO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, felldi í síðustu viku niður refsingu fyrrum ráðgjafa síns og vinar, Roger Stone, sem hafði verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi. Margir hafa gagnrýnt þetta og segja þetta ekkert annað en helbera spillingu og misnotkun valds. Þar á meðal er Mitt Romney öldungardeildarþingmaður repúblikana frá Utah. Á sunnudaginn urðu þau tíðindi að Robert Mueller, sem stýrði rannsókninni á máli Stone, setti niður penna og tjáði sig um málið. Mueller hefur fram að þessu ekki veitt viðtöl um rannsóknina og ekki tjáð sig um hana.

Washington Post birti grein eftir Mueller á sunnudag þar sem hann gagnrýnir Trump fyrir ákvörðunina. Mueller var sérstakur saksóknari og stýrði rannsókn máls er sneri að hugsanlegum tengslum kosningaframboðs Trump við Rússa og tilrauna þeirra til að hafa áhrif á kosninganiðurstöðurnar 2016. Stone reyndi að hindra rannsóknina og bar ljúgvitni fyrir þingnefnd. Það var það sem kostaði hann fangelsisdóm.

„Ég finn mig knúinn til að koma með svar – bæði hvað varðar staðhæfingar um að rannsóknin hafi verið ólögmæt og að ástæðurnar hafi verið óheiðarlegar og þær staðhæfingar um að Roger Stone hafi verið fórnarlamb vinnu okkar.“

Segir Mueller meðal annars í greininni.

„Stone var sóttur til saka og dæmdur því hann hafði gerst sekur um afbrot. Hann verður áfram dæmdur glæpamaður og það er við hæfi.“

Með þessum orðum gengur Mueller þvert gegn yfirlýsingu Hvíta hússins um málið en í henni sagði að Stone hefði þjáðst nóg. Hann hefði fengið óréttláta málsmeðferð og væri nú frjáls maður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“