fbpx
Fimmtudagur 16.júlí 2020
Pressan

Þriðja hver evrópsk kona er með gen neanderdalsmanna – Getur auðveldað barneignir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 5. júní 2020 22:00

Homo sapiens og neanderdalsmaður. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar nútímamenn lögðu fyrst leið sína til Evrópu fyrir tæpum 50.000 árum var álfan ekki alveg mannlaus. Hér voru þá fyrir ættingjar okkar af ætt neanderdalsmanna en þeir hurfu síðan algjörlega af sjónarsviðinu með tímanum, eða kannski ekki alveg. Þegar gen Evrópubúa og Asíubúa eru rannsökuð finnast gen neanderdalsmanna í mörgum. Þetta þýðir einfaldlega að forfeður okkar eignuðust börn með neanderdalsmönnum og því er gen þeirra að finna í sumum okkar.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sýna að það getur verið jákvætt að vera með gen neanderdalsmanna í sér, sérstaklega fyrir konur sem vilja eignast börn. Þriðja hver evrópsk kona er með ákveðið gen, sem er frá neanderdalsmönnum, sem getur aukið líkurnar á að þær eignist börn. Danska ríkisútvarpið (DR)skýrir frá þessu.

„Þau gen, sem við fengum frá neanderdalsmönnum, geta bæði haft jákvæð og neikvæð áhrif. Við höfum fundið dæmi um gen sem hefur jákvæð áhrif.“

Hefur DR eftir Hugo Zeberg, lektor við Karólínsku stofnunina í Svíþjóð, sem vann að rannsókninni. Hann sagði að niðurstöðurnar séu ekki bara heillandi heldur staðfesti þær einnig að kynhormónið prógesterón gegni mikilvægu hlutverki hvað varðar hættuna á að konur missi fóstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Pressan
Í gær

American Airlines íhugar að hætta við kaup á Boeing 737 Max

American Airlines íhugar að hætta við kaup á Boeing 737 Max
Í gær

Verð á maðki niður úr öllu valdi

Verð á maðki niður úr öllu valdi
Pressan
Í gær

Tifandi tímasprengja undir Andrew prins

Tifandi tímasprengja undir Andrew prins
Pressan
Í gær

Tveir létust þegar maður féll af sjöundu hæð hótels og lenti á manni á gangstéttinni

Tveir létust þegar maður féll af sjöundu hæð hótels og lenti á manni á gangstéttinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd

Krufningar á COVID-19 sjúklingum afhjúpa hryllilega staðreynd
Pressan
Fyrir 3 dögum

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir

Giftu sig í miðjum kórónuveirufaraldri – Nú er brúðguminn dáinn og 100 gestir smitaðir