fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Ebólufaraldur í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 4. júní 2020 21:00

Ebólu veira. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ebólufaraldur hefur brotist út í norðvesturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Að minnsta kosti fjórir hafa látist af völdum veirunnar. Annar ebólufaraldur geisar í austurhluta landsins og því er í mörg horn að líta varðandi ebólu þar í landi þessa dagana.

Eteni Longondo, heilbrigðisráðherra landsins, staðfesti á mánudaginn að ebóla hafi brotist út í Mbandanka og að þangað verði strax send lyf og bóluefni.

Baráttan við veiruna í austurhluta landsins hefur staðið yfir síðan í ágúst 2018. Þar hafa rúmlega 2.200 látist af völdum hennar til þessa.

Faraldurinn í norðvesturhlutanum er enn einn heilsufarsfaraldurinn sem þarf að takast á við í landinu. Á síðasta ári herjuðu mislingar á landið og létust þá um 6.000 manns. Nú tekst landið, eins og önnur lönd, á við heimsfaraldur kórónuveirunnar og nú kemur nýr ebólufaraldur þar ofan í. Það gerir baráttuna við faraldrana erfiða að ýmsir uppreisnarhópar herja á landið. Auk þess hefur almenningur illan bifur á heilbrigðisstarfsfólki sem er sent til aðstoðar og hefur margoft verið ráðist á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 5 dögum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum

Epstein-málið veldur enn einu fjaðrafokinu – Níðingurinn baktalaði forsetann hressilega í tölvupóstum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“

Mæðgur voru ofsóttar af eltihrelli í 12 ár – „Ég hef loksins fundið þig“
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa
Pressan
Fyrir 1 viku

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Fyrir 1 viku

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum